Erlent

Hu vill samvinnu um hita

Forseti Kína lýsti yfir eindregnum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag á fundi í Sjanghæ með forseta Íslands.

Hann hvatti íslensk fyrirtæki til að færa út kvíarnar í Kína og lagði sérstaka áherslu á stóraukna samvinnu við Íslendinga um hitaveitur.

Ólafur Ragnar sagði í viðtali við Stöð tvö að Hu Jintao forseti Kína hefði óskað eftir langvarandi og umfangsmiklu samstarfi við Íslendinga um hitaveituvæðingu kínverskra borga. Mikilvægt væri að ræða á næstunni nýja áfanga í þeim efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×