Erlent

Danska konungsfjölskyldan krefst Saddam-orðu

Dönsk riddarakrossorða sem var áður í eigu Saddam Hussein einræðisherra Íraks hefur valdið uppnámi innan dönsku konungsfjölskyldunnar. Orðan sem sett hefur verið á uppboð á fyrrum eigum Saddams var aldrei veitt einræðisherranum og því hefur konungsfjölsskyldan ályktað að einræðisherrann hafi útvegað sér hana með óheiðarlegum hætti.

Danska blaðið MetroXpress hefur eftir Bjarne Grönfeldt að það sé öruggt að Saddam var aldrei veitt orðan af dönsku konungsfjölskyldunni og hann getur heldur ekki hafa keypt hana. Vel sé fylgst með öllum orðum sem veittar eru og þegar viðkomandi deyr eru strangar reglur í gildi um að orðan skuli afhent konungsfjölskyldunni á ný.

Það er Haitham Rashid Wihaib sem sett hefur orðuna, og aðra muni úr eigu Saddam, á uppboð. Wihaib var áður náinn vinur og hægri hönd Saddam þar til slettist upp á vinskapinn og hann neyddist til að flýja land árið 1994.

Bjarne Grönfeldt segir að ómögulegt sé að segja til um hvernig orðan komast í hendur Saddam Hussein. Einkennisstafir Kristjáns 10. og því hefur hún verið veitt fyrir 1947 en þá var Saddam 10 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×