Erlent

Gordon Brown í Írak

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er í Írak í fyrsta sinn.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er í Írak í fyrsta sinn.

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, kom til Bagdad í morgun. Þetta er fyrsta heimsókn hans þangað sem forsætisráðherra. Hann hyggst komast að niðurstöðu um það hvenær íraskar sveitir geti tekið ábyrgð á öryggisgæslu í Basra héraðinu. Búist er við að Brown flytji breska þinginu skýrslu um Írak í næstu viku. Gera má ráð fyrir að hann tilkynni um áætlanir um að fækka breskum hermönnum í Írak um tvö þúsund en þeir eru nú fimm þúsund talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×