Erlent

Blackwater ábyrgt fyrir fjölda árása í Írak

George Bush segist miður sín vegna Blackwater málsins.
George Bush segist miður sín vegna Blackwater málsins. Mynd/ AFP

Bandaríska öryggisfyrirtækið Blackwater hefur átt aðild að hundrað níutíu og fimm skotárásum í Írak frá því árið 2005, samkvæmt skýrslu sem birt var í gær.

Blackwater starfar í Írak í skjóli bandarískra stjórnvalda. Rannsókn er hafin á skotárás sem varð þann 16. september síðastliðinn en í henni fórust 11 óbreyttir íraskir borgarar. Forsvarsmenn fyrirtækisins þurfa að svara fyrir árásina frammi fyrir bandarískri þingnefnd í dag. Nefndin mun einnig yfirheyra háttsetta bandaríska embættismenn vegna málsins.

Þá hefur utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna farið fram á það við Bandarísku alríkislögregluna, FBI, að sendir verði lögreglumenn til að rannsaka árásina þann 16 september síðastliðinn. Blackwater hefur enn ekki verið ákært vegna þess máls.

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur verið gagnrýnt fyrir það að reyna að þagga niður hneykslismál í tengslum við Blacwater fyrirtækið og forðast rannsóknir á voðaverkum þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×