Erlent

Tveir meintir hryðjuverkamenn handteknir í Bretlandi

Ummerki eftir hryðjuverkaárásina í Glasgow í síðasta mánuði.
Ummerki eftir hryðjuverkaárásina í Glasgow í síðasta mánuði. MYND/AFP

Breska lögreglan handtók í morgun tvo menn vegna gruns um að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Mennirnir voru handteknir í Bristol en í íbúð þeirra fann lögreglan um 50 lítra af efni sem nota má til að búa til sprengju. Efnið er af svipaðri gerð og það sem notað var í sjálfsmorðssprengjuárásunum í London árið 2005.

Efnið fannst fyrir tilviljun en lögreglan ruddist inn í íbúð mannanna í tengslum við rannsókn á fíkniefnamáli. Að sögn bresku lögreglunnar er annar mannana frá Afganistan en hinn frá Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×