Enski boltinn

Neville biður stuðningsmenn Everton afsökunar

Phil Neville
Phil Neville NordicPhotos/GettyImages

Phil Neville, leikmaður Everton, hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir að það steinlá 4-1 fyrir Blackburn á heimavelli í bikarnum í gær.

"Við verðum bara að taka þessu tapi eins og hverju öðru kjaftshöggi og halda áfram, en við verðum að biðja stuðningsmenn okkar afsökunar á því hvað við vorum lélegir í þessum leik. Við vildum reyna að komast sem lengst í bikarnum rétt eins og stuðningsmennirnir og nú er ekkert eftir fyrir okkur nema að reyna að ná Evrópusæti í gegn um deildina," sagði Neville, sem þrisvar varð bikarmeistari með Manchester United á sínum tíma. Everton er í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×