Erlent

Reykingabanni í Danmörku frestað fram á sumar

Reykingabanni á bæði opinberum og almennum vinnustöðum í Danmörku sem taka átti gildi um næstu mánaðamót hefur verið frestað til 15. ágúst. Flestir flokkar á danska þinginu samþykktu fyrir áramót að styðja slíkt frumvarp en það er þó ekki enn þá komið fram eftir því sem segir á vef Jótlandspóstsins.

Þess vegna þótti rétt að fresta gildistöku reykingabannsins fram í ágúst en með því gefst atvinnurekendum og veitingahúsum tími til að laga sig að breytingunum.

Frumvarpið, sem væntanlega verður samþykkt áður en þingmenn fara í sumarfrí, gerir ráð fyrir að eigendur veitingahúsa og kráa sem eru stærri en 40 fermetrar verði að innrétta sérstakt reykherbergi fyrir gesti sína og starfsmenn.

Þeir eigendur veitingastaða sem brjóta lögin verða sektaðir um 25 þúsund krónur og ef um ítrekuð brot er að ræða hækkar sektin í yfir 100 þúsund krónur. Þá gerir frumvarpið fyrir að atvinnurekendur geti rekið fólk án viðvörunar ef það brýtur reykingalöggjöfina eftir 15. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×