Stimpilgjöld óverjanleg skattlagning 12. mars 2007 06:45 Jóhanna segir ástæðu þess að stimpilgjaldið sé ekki afnumið vera þá að þau séu orðin mikilvæg tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Tekjur hans vegna gjaldsins eru áætlaðar 6,2 milljarðar á þessu ári. „Þetta er mjög ósanngjarn skattur, bæði gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um 1,5 prósenta stimpilgjald sem samkvæmt lögum er skylt að greiða til ríkissjóðs af höfuðstóli allra lána. Samkvæmt ríkisreikningi námu tekjur ríkissjóðs árið 2005 af gjaldinu rúmum níu milljörðum króna. Þær eru áætlaðar 6,2 milljarðar á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Jóhanna segir gjaldið sérstaklega ósanngjarnt gagnvart íbúðareigendum. „Unga fólkið er að spenna bogann alveg á fullu þegar það er að kaupa sér íbúð. Þá kemur ríkisvaldið með krumluna og hirðir hundruð þúsunda í stimpilgjöld. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs eru 18 milljónir þannig að stimpilgjöld af þannig láni er um 270 þúsund krónur.“ Ríkið ber ekki neinn kostnað vegna gjaldsins og því segir Jóhanna það ekki vera neitt annað en viðbótarskattheimtu. Auk þess lána bankarnir fólki fyrir gjaldinu og af því lánsfé þarf að greiða vexti og verðbætur út lánstímann. Þeir græða því líka á þessu fyrirkomulagi. „Það er mikill meirihluti fyrir því á Alþingi að afnema þessi gjöld. En þetta er orðin svo mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð að það er ekkert gert. Það getur hins vegar enginn varið þennan skatt. Hann er það óréttlátur.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng og segir stimpilgjaldið hindra hreyfanleika neytenda á lánamarkaði. „Þetta gjald kemur í veg fyrir að þú farir með lánin þín á milli banka því ef það er gert þá leggst stimpilgjaldið aftur ofan á lánið. Við lögðum fram þingsályktunartillögu í haust um að þetta yrði aflagt í áföngum til að sýna ábyrgð. En í sjálfu sér gæti ég alveg fallist á að þetta yrði strax tekið af að fullu.“ Báðir stjórnarflokkarnir hafa ályktað um það á landsfundum sínum að stimpilgjaldið skyldi afnumið. Samt hefur slíkt ekki verið gert. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist þó gjarnan vilja losna við stimpilgjaldið. „það er einfaldlega ekki skynsamlegt að gera það nú vegna þess að það er svo mikil þensla á fasteignamarkaðinum. Afnám stimpilgjaldsins myndi leiða til enn meiri þenslu. En undir réttum kringumstæðum gæti þetta orðið beinlínis jákvæð efnahagsleg aðgerð.“ Ekki náðist í Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
„Þetta er mjög ósanngjarn skattur, bæði gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um 1,5 prósenta stimpilgjald sem samkvæmt lögum er skylt að greiða til ríkissjóðs af höfuðstóli allra lána. Samkvæmt ríkisreikningi námu tekjur ríkissjóðs árið 2005 af gjaldinu rúmum níu milljörðum króna. Þær eru áætlaðar 6,2 milljarðar á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Jóhanna segir gjaldið sérstaklega ósanngjarnt gagnvart íbúðareigendum. „Unga fólkið er að spenna bogann alveg á fullu þegar það er að kaupa sér íbúð. Þá kemur ríkisvaldið með krumluna og hirðir hundruð þúsunda í stimpilgjöld. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs eru 18 milljónir þannig að stimpilgjöld af þannig láni er um 270 þúsund krónur.“ Ríkið ber ekki neinn kostnað vegna gjaldsins og því segir Jóhanna það ekki vera neitt annað en viðbótarskattheimtu. Auk þess lána bankarnir fólki fyrir gjaldinu og af því lánsfé þarf að greiða vexti og verðbætur út lánstímann. Þeir græða því líka á þessu fyrirkomulagi. „Það er mikill meirihluti fyrir því á Alþingi að afnema þessi gjöld. En þetta er orðin svo mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð að það er ekkert gert. Það getur hins vegar enginn varið þennan skatt. Hann er það óréttlátur.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng og segir stimpilgjaldið hindra hreyfanleika neytenda á lánamarkaði. „Þetta gjald kemur í veg fyrir að þú farir með lánin þín á milli banka því ef það er gert þá leggst stimpilgjaldið aftur ofan á lánið. Við lögðum fram þingsályktunartillögu í haust um að þetta yrði aflagt í áföngum til að sýna ábyrgð. En í sjálfu sér gæti ég alveg fallist á að þetta yrði strax tekið af að fullu.“ Báðir stjórnarflokkarnir hafa ályktað um það á landsfundum sínum að stimpilgjaldið skyldi afnumið. Samt hefur slíkt ekki verið gert. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist þó gjarnan vilja losna við stimpilgjaldið. „það er einfaldlega ekki skynsamlegt að gera það nú vegna þess að það er svo mikil þensla á fasteignamarkaðinum. Afnám stimpilgjaldsins myndi leiða til enn meiri þenslu. En undir réttum kringumstæðum gæti þetta orðið beinlínis jákvæð efnahagsleg aðgerð.“ Ekki náðist í Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira