Stimpilgjöld óverjanleg skattlagning 12. mars 2007 06:45 Jóhanna segir ástæðu þess að stimpilgjaldið sé ekki afnumið vera þá að þau séu orðin mikilvæg tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Tekjur hans vegna gjaldsins eru áætlaðar 6,2 milljarðar á þessu ári. „Þetta er mjög ósanngjarn skattur, bæði gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um 1,5 prósenta stimpilgjald sem samkvæmt lögum er skylt að greiða til ríkissjóðs af höfuðstóli allra lána. Samkvæmt ríkisreikningi námu tekjur ríkissjóðs árið 2005 af gjaldinu rúmum níu milljörðum króna. Þær eru áætlaðar 6,2 milljarðar á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Jóhanna segir gjaldið sérstaklega ósanngjarnt gagnvart íbúðareigendum. „Unga fólkið er að spenna bogann alveg á fullu þegar það er að kaupa sér íbúð. Þá kemur ríkisvaldið með krumluna og hirðir hundruð þúsunda í stimpilgjöld. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs eru 18 milljónir þannig að stimpilgjöld af þannig láni er um 270 þúsund krónur.“ Ríkið ber ekki neinn kostnað vegna gjaldsins og því segir Jóhanna það ekki vera neitt annað en viðbótarskattheimtu. Auk þess lána bankarnir fólki fyrir gjaldinu og af því lánsfé þarf að greiða vexti og verðbætur út lánstímann. Þeir græða því líka á þessu fyrirkomulagi. „Það er mikill meirihluti fyrir því á Alþingi að afnema þessi gjöld. En þetta er orðin svo mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð að það er ekkert gert. Það getur hins vegar enginn varið þennan skatt. Hann er það óréttlátur.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng og segir stimpilgjaldið hindra hreyfanleika neytenda á lánamarkaði. „Þetta gjald kemur í veg fyrir að þú farir með lánin þín á milli banka því ef það er gert þá leggst stimpilgjaldið aftur ofan á lánið. Við lögðum fram þingsályktunartillögu í haust um að þetta yrði aflagt í áföngum til að sýna ábyrgð. En í sjálfu sér gæti ég alveg fallist á að þetta yrði strax tekið af að fullu.“ Báðir stjórnarflokkarnir hafa ályktað um það á landsfundum sínum að stimpilgjaldið skyldi afnumið. Samt hefur slíkt ekki verið gert. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist þó gjarnan vilja losna við stimpilgjaldið. „það er einfaldlega ekki skynsamlegt að gera það nú vegna þess að það er svo mikil þensla á fasteignamarkaðinum. Afnám stimpilgjaldsins myndi leiða til enn meiri þenslu. En undir réttum kringumstæðum gæti þetta orðið beinlínis jákvæð efnahagsleg aðgerð.“ Ekki náðist í Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
„Þetta er mjög ósanngjarn skattur, bæði gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um 1,5 prósenta stimpilgjald sem samkvæmt lögum er skylt að greiða til ríkissjóðs af höfuðstóli allra lána. Samkvæmt ríkisreikningi námu tekjur ríkissjóðs árið 2005 af gjaldinu rúmum níu milljörðum króna. Þær eru áætlaðar 6,2 milljarðar á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Jóhanna segir gjaldið sérstaklega ósanngjarnt gagnvart íbúðareigendum. „Unga fólkið er að spenna bogann alveg á fullu þegar það er að kaupa sér íbúð. Þá kemur ríkisvaldið með krumluna og hirðir hundruð þúsunda í stimpilgjöld. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs eru 18 milljónir þannig að stimpilgjöld af þannig láni er um 270 þúsund krónur.“ Ríkið ber ekki neinn kostnað vegna gjaldsins og því segir Jóhanna það ekki vera neitt annað en viðbótarskattheimtu. Auk þess lána bankarnir fólki fyrir gjaldinu og af því lánsfé þarf að greiða vexti og verðbætur út lánstímann. Þeir græða því líka á þessu fyrirkomulagi. „Það er mikill meirihluti fyrir því á Alþingi að afnema þessi gjöld. En þetta er orðin svo mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð að það er ekkert gert. Það getur hins vegar enginn varið þennan skatt. Hann er það óréttlátur.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng og segir stimpilgjaldið hindra hreyfanleika neytenda á lánamarkaði. „Þetta gjald kemur í veg fyrir að þú farir með lánin þín á milli banka því ef það er gert þá leggst stimpilgjaldið aftur ofan á lánið. Við lögðum fram þingsályktunartillögu í haust um að þetta yrði aflagt í áföngum til að sýna ábyrgð. En í sjálfu sér gæti ég alveg fallist á að þetta yrði strax tekið af að fullu.“ Báðir stjórnarflokkarnir hafa ályktað um það á landsfundum sínum að stimpilgjaldið skyldi afnumið. Samt hefur slíkt ekki verið gert. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist þó gjarnan vilja losna við stimpilgjaldið. „það er einfaldlega ekki skynsamlegt að gera það nú vegna þess að það er svo mikil þensla á fasteignamarkaðinum. Afnám stimpilgjaldsins myndi leiða til enn meiri þenslu. En undir réttum kringumstæðum gæti þetta orðið beinlínis jákvæð efnahagsleg aðgerð.“ Ekki náðist í Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira