Stimpilgjöld óverjanleg skattlagning 12. mars 2007 06:45 Jóhanna segir ástæðu þess að stimpilgjaldið sé ekki afnumið vera þá að þau séu orðin mikilvæg tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Tekjur hans vegna gjaldsins eru áætlaðar 6,2 milljarðar á þessu ári. „Þetta er mjög ósanngjarn skattur, bæði gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um 1,5 prósenta stimpilgjald sem samkvæmt lögum er skylt að greiða til ríkissjóðs af höfuðstóli allra lána. Samkvæmt ríkisreikningi námu tekjur ríkissjóðs árið 2005 af gjaldinu rúmum níu milljörðum króna. Þær eru áætlaðar 6,2 milljarðar á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Jóhanna segir gjaldið sérstaklega ósanngjarnt gagnvart íbúðareigendum. „Unga fólkið er að spenna bogann alveg á fullu þegar það er að kaupa sér íbúð. Þá kemur ríkisvaldið með krumluna og hirðir hundruð þúsunda í stimpilgjöld. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs eru 18 milljónir þannig að stimpilgjöld af þannig láni er um 270 þúsund krónur.“ Ríkið ber ekki neinn kostnað vegna gjaldsins og því segir Jóhanna það ekki vera neitt annað en viðbótarskattheimtu. Auk þess lána bankarnir fólki fyrir gjaldinu og af því lánsfé þarf að greiða vexti og verðbætur út lánstímann. Þeir græða því líka á þessu fyrirkomulagi. „Það er mikill meirihluti fyrir því á Alþingi að afnema þessi gjöld. En þetta er orðin svo mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð að það er ekkert gert. Það getur hins vegar enginn varið þennan skatt. Hann er það óréttlátur.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng og segir stimpilgjaldið hindra hreyfanleika neytenda á lánamarkaði. „Þetta gjald kemur í veg fyrir að þú farir með lánin þín á milli banka því ef það er gert þá leggst stimpilgjaldið aftur ofan á lánið. Við lögðum fram þingsályktunartillögu í haust um að þetta yrði aflagt í áföngum til að sýna ábyrgð. En í sjálfu sér gæti ég alveg fallist á að þetta yrði strax tekið af að fullu.“ Báðir stjórnarflokkarnir hafa ályktað um það á landsfundum sínum að stimpilgjaldið skyldi afnumið. Samt hefur slíkt ekki verið gert. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist þó gjarnan vilja losna við stimpilgjaldið. „það er einfaldlega ekki skynsamlegt að gera það nú vegna þess að það er svo mikil þensla á fasteignamarkaðinum. Afnám stimpilgjaldsins myndi leiða til enn meiri þenslu. En undir réttum kringumstæðum gæti þetta orðið beinlínis jákvæð efnahagsleg aðgerð.“ Ekki náðist í Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
„Þetta er mjög ósanngjarn skattur, bæði gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um 1,5 prósenta stimpilgjald sem samkvæmt lögum er skylt að greiða til ríkissjóðs af höfuðstóli allra lána. Samkvæmt ríkisreikningi námu tekjur ríkissjóðs árið 2005 af gjaldinu rúmum níu milljörðum króna. Þær eru áætlaðar 6,2 milljarðar á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Jóhanna segir gjaldið sérstaklega ósanngjarnt gagnvart íbúðareigendum. „Unga fólkið er að spenna bogann alveg á fullu þegar það er að kaupa sér íbúð. Þá kemur ríkisvaldið með krumluna og hirðir hundruð þúsunda í stimpilgjöld. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs eru 18 milljónir þannig að stimpilgjöld af þannig láni er um 270 þúsund krónur.“ Ríkið ber ekki neinn kostnað vegna gjaldsins og því segir Jóhanna það ekki vera neitt annað en viðbótarskattheimtu. Auk þess lána bankarnir fólki fyrir gjaldinu og af því lánsfé þarf að greiða vexti og verðbætur út lánstímann. Þeir græða því líka á þessu fyrirkomulagi. „Það er mikill meirihluti fyrir því á Alþingi að afnema þessi gjöld. En þetta er orðin svo mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð að það er ekkert gert. Það getur hins vegar enginn varið þennan skatt. Hann er það óréttlátur.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng og segir stimpilgjaldið hindra hreyfanleika neytenda á lánamarkaði. „Þetta gjald kemur í veg fyrir að þú farir með lánin þín á milli banka því ef það er gert þá leggst stimpilgjaldið aftur ofan á lánið. Við lögðum fram þingsályktunartillögu í haust um að þetta yrði aflagt í áföngum til að sýna ábyrgð. En í sjálfu sér gæti ég alveg fallist á að þetta yrði strax tekið af að fullu.“ Báðir stjórnarflokkarnir hafa ályktað um það á landsfundum sínum að stimpilgjaldið skyldi afnumið. Samt hefur slíkt ekki verið gert. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist þó gjarnan vilja losna við stimpilgjaldið. „það er einfaldlega ekki skynsamlegt að gera það nú vegna þess að það er svo mikil þensla á fasteignamarkaðinum. Afnám stimpilgjaldsins myndi leiða til enn meiri þenslu. En undir réttum kringumstæðum gæti þetta orðið beinlínis jákvæð efnahagsleg aðgerð.“ Ekki náðist í Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira