Svört skýrsla um bráðnun Guðjón Helgason skrifar 5. júní 2007 18:53 Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna en skýrsla þeirra var kynnt í Tromsö í Norður-Noregi í gær en Alþjóðadagur umhverfisins er í dag. Achim Steiner hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sagði við kyninguna að afleiðingarnar sem þar séu kynntar sé alvarleg ógn við lífi eins og við þekkjum það nú - jafnvel líka efnahagslífi. Niðurstaðan er sú að ís og snjór bráðni mun hraðar en áður hafi verið talið. Það hafi áhrif á umhverfi og lifibrauð mörg hundruð milljón manna víða um heim sem á endanum neyðist til að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðum eða vatnsskorti - svo farið sé öfganna á milli. Í nýju tölublaði vísindatímaritsins National Geographic má sjá myndir af Sólheimajökli - annars vegar í apríl 2006 og svo hálfu ári seinna. Þar sjáist hvað jökullinn hafi hopað mikið. Vissulega líði sumar þar á milli en breytingin samt sláandi. Í sama blaði má einnig sjá myndir frá Chacaltaya jöklinum í Bólivíu - því skíða svæði sem hæst liggur í heimi, í rúmlega sautján þúsund feta hæð. Fyrri myndi er tekin 1994 og sú síðari áratug seinna. Munurinn er mikill. Þar til í fyrra var Briksdalsbreen vinsæll, snæviþaktur ferðamannastaður í Noregi - hluti af Jostedalsbreen jökli. Ferðum um svæðið var hætt þar sem jökullinn hafði bráðnað mikið. Atle Nesja, jöklafræðingur, segir að í fyrra hafi jökullinn bráðnað um 140 metra. Á einu ári jafngildi það um 10 til fimmtán sentimetrum á dag að meðaltali. Heiðrún Guðmundsdóttir, líf- og umhverfisfræðingur, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð tvö í dag. Hún segir ekki hægt að snúa þróuninni við en með breyttri hegðan sé hægt að snúa henni við. Hún segir Íslendinga aftarlega á merinni í umhverfismálum. Þeir hafi búið við þau forréttindi að hér sé mjög hreint loft, fámenn þjóð í stóru landi ríku af auðlindum. Íslendingar hafi nóg af öllu og þekki ekki vandamálin sem nú um ræði. Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna en skýrsla þeirra var kynnt í Tromsö í Norður-Noregi í gær en Alþjóðadagur umhverfisins er í dag. Achim Steiner hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sagði við kyninguna að afleiðingarnar sem þar séu kynntar sé alvarleg ógn við lífi eins og við þekkjum það nú - jafnvel líka efnahagslífi. Niðurstaðan er sú að ís og snjór bráðni mun hraðar en áður hafi verið talið. Það hafi áhrif á umhverfi og lifibrauð mörg hundruð milljón manna víða um heim sem á endanum neyðist til að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðum eða vatnsskorti - svo farið sé öfganna á milli. Í nýju tölublaði vísindatímaritsins National Geographic má sjá myndir af Sólheimajökli - annars vegar í apríl 2006 og svo hálfu ári seinna. Þar sjáist hvað jökullinn hafi hopað mikið. Vissulega líði sumar þar á milli en breytingin samt sláandi. Í sama blaði má einnig sjá myndir frá Chacaltaya jöklinum í Bólivíu - því skíða svæði sem hæst liggur í heimi, í rúmlega sautján þúsund feta hæð. Fyrri myndi er tekin 1994 og sú síðari áratug seinna. Munurinn er mikill. Þar til í fyrra var Briksdalsbreen vinsæll, snæviþaktur ferðamannastaður í Noregi - hluti af Jostedalsbreen jökli. Ferðum um svæðið var hætt þar sem jökullinn hafði bráðnað mikið. Atle Nesja, jöklafræðingur, segir að í fyrra hafi jökullinn bráðnað um 140 metra. Á einu ári jafngildi það um 10 til fimmtán sentimetrum á dag að meðaltali. Heiðrún Guðmundsdóttir, líf- og umhverfisfræðingur, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð tvö í dag. Hún segir ekki hægt að snúa þróuninni við en með breyttri hegðan sé hægt að snúa henni við. Hún segir Íslendinga aftarlega á merinni í umhverfismálum. Þeir hafi búið við þau forréttindi að hér sé mjög hreint loft, fámenn þjóð í stóru landi ríku af auðlindum. Íslendingar hafi nóg af öllu og þekki ekki vandamálin sem nú um ræði.
Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira