Erlent

Gervihnettirnir týna tölunni

MYND/af netinu

Gervihnetti Bandaríkjamanna, sem afla upplýsinga um umhverfi og andrúmsloft jarðarinnar, þarf að endurnýja skjótt. Annars er hætta á að vísindamenn missi af gögnum sem gera þeim kleift að spá fyrir um fellibylji og þróun veðurfars. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarráðs Bandaríkjanna sem birt var í dag.

Rúmlega 200 milljarða íslenskra króna kostar að halda gervihnattakerfinu við frá árinu 2010 til 2020. Einn af höfundum skýrslunnar segir að það muni samt spara ríkinu peninga þegar allt er tekið til

29 gervihnettir eru á sporbaug um jörðu á vegum NASA og Haf- og loftrannsóknarstofnunar Bandaríkjanna. Ef ekkert verður að gert mun þeim fækka í 17 árið 2010 og aðeins 5 verða eftir árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×