Erlent

Sjálfsmorðshrina skekur franskan kjarnorkuiðnað

Mikið álag á starfsmenn franskra kjarnorkuvera.
Mikið álag á starfsmenn franskra kjarnorkuvera. MYND/365

Allt að 400 Frakkar fremja sjálfsmorð á ári hverju sökum mikils álags í vinnunni samkvæmt opinberum tölum. Verst er ástandið í kjarnorkuiðnaðinum en þar hafa kröfur og álag á starfsmenn aukist gríðarlega á síðastliðnum áratug. Í einu kjarnorkuveri í Mið-Frakklandi hafa þrír starfsmenn framið sjálfsmorð frá síðustu áramótum.

Í frétt á netútgáfu þýska dagblaðsins Die Welt er haft eftir einum yfirmanni í Chinon kjarnorkuverinu í Mið-Frakklandi að hann óttist að ástandið sé mun verra en tölurnar gefa í skyn. Á síðastliðnum áratug hafa tíu starfsmenn Chinon kjarnorkuversins framið sjálfsmorð þar af þrír á þessu ári.

Talið er að hertari reglugerðir og aukið álag á starfsmenn í kjölfar sparnaðaraðgerða valdi þessari háu sjálfsmorðstíðni. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur fyrirskipað rannsókn á málinu. Gagnrýnendur hafa hins vegar bent á að nú þegar séu fyrirliggjandi næg gögn í málinu. Vilja þeir aðgerðir í stað frekari rannsókna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×