Erlent

Ræða framtíð raunveruleikaþáttarins

Jade Goody (nær, t.h.) lagði indversku leikkonuna Shilpa Shetty ítrekað í einelti.
Jade Goody (nær, t.h.) lagði indversku leikkonuna Shilpa Shetty ítrekað í einelti. MYND/AP
Stjórn bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 hittist í dag til þess að ræða hvort stjörnuútgáfa raunveruleikaþáttarins Big Brother verður tekin af dagskrá. Þessi þáttaröð hlaut mikla athygli og gagnrýni fyrir meint kynþáttahatur og einelti sem beindist gegn indverskri leikkonu.

Þrýstingur heldur áfram að aukast á framleiðendur þáttanna, þar sem hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum slæst í hóp með þeim sem þegar hafa lýst óbeit sinni á að framkoma Jade Goody við leikkonuna Shilpa Shetty hafi verið látin viðgangast óáreitt.

Sérstaklega beinast spjótin að framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar, Luke Johnson, sem neitaði að grípa inn í, með þeim rökum að ekki væri um kynþáttahatur að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×