Erlent

Forsetafrú Frakklands reynir að frelsa sex heilbrigðisstarfsemnn

Heilbrigðisstarfsemnnirnir sex sem sakaðir voru um að hafa sýkt 460 börn með HIV-smituðu blóði.
Heilbrigðisstarfsemnnirnir sex sem sakaðir voru um að hafa sýkt 460 börn með HIV-smituðu blóði. MYND/AFP

Sendinefnd frá Evrópusambandinu og Cecilia Sarkozy, eiginkona forseta Frakklands, héldu í morgun til Líbíu til að freista þess að fá þarlend stjórnvöld til að sleppa sex heilbrigðisstarfsmönnum sem þar eru í haldi. Fólkið hefur verið fangelsi í Líbíu síðan 1999 en það er sakað um að hafa sýkt 460 börn með HIV-smituðu blóði.

Hæstiréttur Líbíu dæmdi fólkið til dauða en dómurinn var síðan mildaður eftir að Evrópusambandið ákvað að borga skaðabætur fyrir ættingja barnanna. Um er ræða fimm búlgarska hjúkrunafræðinga og palestínskan læknir.

Vonir standa til þess að sendinefndin og forsetafrúin nái að sannfæra stjórnvöld í Líbíu um að leyfa fólkinu að fara.

Fólkið hefur hingað til haldið fram sakleysi sínu. Óháðir vísindamenn sem skoðuðu mál þeirra segja líklegt að börnin hafi smitast áður en hin dæmdu hófu störf á spítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×