Ætla ekki að skrifa undir loftslagssamninga Guðjón Helgason skrifar 6. júní 2007 18:45 Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. Þeir komu til Rostock í austur hluta Þýskalands í gær og í dag, hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum. Þaðan héldu þeir til nærliggjandi strandbæjar, Heiligendamm, þar sem fundað verður fram á föstudag. Svæðið er afgirt með tæplega þriggja kílómetra hárri og tólf kílómetra langri girðingu sem vafin er gaddavír að ofan. Henni er ætlað að varna því að harðsnúnir andstæðingar alþjóðavæðingar og aðrir mótmælendur streymi að fundarstaðnum til að viðra skoðanir sínar með góðu eða illu. Mótmælendur létu í sér heyra þegar upp úr sauð í Rostock um síðustu helgi og í dag streymdu þeir í þúsunda tali eins nálægt fundarstaðnum og þeir komust. Lögregla notaði vatsnþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi særst alvarlega í átökum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gert metnaðarfullar tillögur um að nýjum loftslagssamning. Hún ætlar að reyna hvað hún getur til að sannfæra aðra leiðtoga á fundinum um að samþykkja það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur 50% frá mælingu árið 1990 og það fyrir árið 2050. Merkel vill einnig að markið verði sett hátt hvað orkunýtni varðar og hún aukin um 20%. Bush Bandaríkjaforseti þakkað kanslaranum fyrir forystu í málinu og sagðist hlakka til að vinna að þessu máli með leiðtogum annarra iðnríkja. Þrátt fyrir þessi orð hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrifa undir neinn loftslagssamning á fundi leiðtoganna - hann sé ekki vettvangur til þess. Í nýrri umhverfisstefnu Bandaríkjaforseta er boðað til fundarraða helstu mengunarríkja þar sem stefnt verði að samkomulagi um takmörkun á útblæstri fyrir 2008. Deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldfalugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum sem þrumuský. Pútín Rússlandsforseti hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans. Erlent Fréttir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. Þeir komu til Rostock í austur hluta Þýskalands í gær og í dag, hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum. Þaðan héldu þeir til nærliggjandi strandbæjar, Heiligendamm, þar sem fundað verður fram á föstudag. Svæðið er afgirt með tæplega þriggja kílómetra hárri og tólf kílómetra langri girðingu sem vafin er gaddavír að ofan. Henni er ætlað að varna því að harðsnúnir andstæðingar alþjóðavæðingar og aðrir mótmælendur streymi að fundarstaðnum til að viðra skoðanir sínar með góðu eða illu. Mótmælendur létu í sér heyra þegar upp úr sauð í Rostock um síðustu helgi og í dag streymdu þeir í þúsunda tali eins nálægt fundarstaðnum og þeir komust. Lögregla notaði vatsnþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi særst alvarlega í átökum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gert metnaðarfullar tillögur um að nýjum loftslagssamning. Hún ætlar að reyna hvað hún getur til að sannfæra aðra leiðtoga á fundinum um að samþykkja það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur 50% frá mælingu árið 1990 og það fyrir árið 2050. Merkel vill einnig að markið verði sett hátt hvað orkunýtni varðar og hún aukin um 20%. Bush Bandaríkjaforseti þakkað kanslaranum fyrir forystu í málinu og sagðist hlakka til að vinna að þessu máli með leiðtogum annarra iðnríkja. Þrátt fyrir þessi orð hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrifa undir neinn loftslagssamning á fundi leiðtoganna - hann sé ekki vettvangur til þess. Í nýrri umhverfisstefnu Bandaríkjaforseta er boðað til fundarraða helstu mengunarríkja þar sem stefnt verði að samkomulagi um takmörkun á útblæstri fyrir 2008. Deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldfalugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum sem þrumuský. Pútín Rússlandsforseti hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira