Málið upplýst - morðinginn svipti sig lífi 29. júlí 2007 15:34 MYND/365 Árásarmaður mannsins sem skotinn var til bana á Sæbrautinni í morgun svipti sig lífi á Þingvöllum tæpri klukkstund eftir árásina. Í fórum mannsins fannst bréf og skotvopn sem tengir hann við skotárásina. Fórnarlambið hóf fyrir stuttu samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Lögreglan segir málið upplýst. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan segir líklegt að fórnarlambið hafi verið að skipta um dekk á bíl sínum þegar árásarmaðurinn skaut hann í brjóstið úr .22 kalibera riffli. Sendibílstjóri tók fórnarlambið upp í bíl sinn og fór með hann að Laugardalslaug. Vakthafandi læknir á slysadeild Landspítalans sagði í viðtali við Ríkissjónvarpið að maðurinn hafi ekki reynst vera með lífsmark þegar komið var að honum við Laugardalslaugina. Endurlífgunaraðgerðir stóðu yfir í rúman klukkutíma án árangurs. Maðurinn var úrskurðaður látinn um klukkan eitt í dag. Hann var íslenskur og fæddur árið 1972. Árásarmaðurinn fannst látinn í bifreið sinni um eittleytið í dag við Almannagjá á Þingvöllum. Allt bendir til þess að hann hafi svipt sig lífi. Í bílnum fann lögreglan skotvopn og bréf sem tengja hann við málið. Hann var íslenskur og fæddur árið 1969. Fram kom á blaðamannafundinum að fórnarlambið hafi fyrir stuttu hafið samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Lögreglan segir málið upplýst. Tengdar fréttir Alvarleg líkamsárás á Sæbraut Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er. 29. júlí 2007 11:56 Skotinn með riffli í brjóstið Maðurinn sem lést af völdum skotsára eftir árás á Sæbrautinni í morgun var skotinn með .22 kalibera riffli í brjóstið. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan útilokar ekki að um árás án tilefnis hafi verið að ræða. Heimildir segja að maðurinn hafi verið að skipta um dekk þegar á hann var ráðist. Sérsveit lögreglunnar er í viðbragðsstöðu. 29. júlí 2007 14:34 Morðið ekki tengt undirheimunum Skotmaðurinn var enn á staðnum þegar sendibílstjórinn forðaði særða manninum af vettvangi. Málið er ekki talið tengjast undirheimum samkvæmt heimildum Vísis. 29. júlí 2007 15:23 Fórnarlamb skotárásarinnar látið Maðurinn sem varð fyrir skotárás á Sæbrautinni laust fyrir hádegi í dag er látinn. Hann var fæddur árið 1972. 29. júlí 2007 13:17 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Árásarmaður mannsins sem skotinn var til bana á Sæbrautinni í morgun svipti sig lífi á Þingvöllum tæpri klukkstund eftir árásina. Í fórum mannsins fannst bréf og skotvopn sem tengir hann við skotárásina. Fórnarlambið hóf fyrir stuttu samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Lögreglan segir málið upplýst. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan segir líklegt að fórnarlambið hafi verið að skipta um dekk á bíl sínum þegar árásarmaðurinn skaut hann í brjóstið úr .22 kalibera riffli. Sendibílstjóri tók fórnarlambið upp í bíl sinn og fór með hann að Laugardalslaug. Vakthafandi læknir á slysadeild Landspítalans sagði í viðtali við Ríkissjónvarpið að maðurinn hafi ekki reynst vera með lífsmark þegar komið var að honum við Laugardalslaugina. Endurlífgunaraðgerðir stóðu yfir í rúman klukkutíma án árangurs. Maðurinn var úrskurðaður látinn um klukkan eitt í dag. Hann var íslenskur og fæddur árið 1972. Árásarmaðurinn fannst látinn í bifreið sinni um eittleytið í dag við Almannagjá á Þingvöllum. Allt bendir til þess að hann hafi svipt sig lífi. Í bílnum fann lögreglan skotvopn og bréf sem tengja hann við málið. Hann var íslenskur og fæddur árið 1969. Fram kom á blaðamannafundinum að fórnarlambið hafi fyrir stuttu hafið samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Lögreglan segir málið upplýst.
Tengdar fréttir Alvarleg líkamsárás á Sæbraut Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er. 29. júlí 2007 11:56 Skotinn með riffli í brjóstið Maðurinn sem lést af völdum skotsára eftir árás á Sæbrautinni í morgun var skotinn með .22 kalibera riffli í brjóstið. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan útilokar ekki að um árás án tilefnis hafi verið að ræða. Heimildir segja að maðurinn hafi verið að skipta um dekk þegar á hann var ráðist. Sérsveit lögreglunnar er í viðbragðsstöðu. 29. júlí 2007 14:34 Morðið ekki tengt undirheimunum Skotmaðurinn var enn á staðnum þegar sendibílstjórinn forðaði særða manninum af vettvangi. Málið er ekki talið tengjast undirheimum samkvæmt heimildum Vísis. 29. júlí 2007 15:23 Fórnarlamb skotárásarinnar látið Maðurinn sem varð fyrir skotárás á Sæbrautinni laust fyrir hádegi í dag er látinn. Hann var fæddur árið 1972. 29. júlí 2007 13:17 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Alvarleg líkamsárás á Sæbraut Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er. 29. júlí 2007 11:56
Skotinn með riffli í brjóstið Maðurinn sem lést af völdum skotsára eftir árás á Sæbrautinni í morgun var skotinn með .22 kalibera riffli í brjóstið. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan útilokar ekki að um árás án tilefnis hafi verið að ræða. Heimildir segja að maðurinn hafi verið að skipta um dekk þegar á hann var ráðist. Sérsveit lögreglunnar er í viðbragðsstöðu. 29. júlí 2007 14:34
Morðið ekki tengt undirheimunum Skotmaðurinn var enn á staðnum þegar sendibílstjórinn forðaði særða manninum af vettvangi. Málið er ekki talið tengjast undirheimum samkvæmt heimildum Vísis. 29. júlí 2007 15:23
Fórnarlamb skotárásarinnar látið Maðurinn sem varð fyrir skotárás á Sæbrautinni laust fyrir hádegi í dag er látinn. Hann var fæddur árið 1972. 29. júlí 2007 13:17