Innlent

Morðið ekki tengt undirheimunum

Lögreglan lokaði hluta Sæbrautarinnar í morgun. Bíl fórnarlambsins má sjá vinstra megin á myndinni. Um er ræða hvítan Ford Tárus.
Lögreglan lokaði hluta Sæbrautarinnar í morgun. Bíl fórnarlambsins má sjá vinstra megin á myndinni. Um er ræða hvítan Ford Tárus. MYND/365

Skotmaðurinn var enn á staðnum þegar sendibílstjórinn forðaði særða manninum af vettvangi. Málið er ekki talið tengjast undirheimum samkvæmt heimildum Vísis.

Maðurinn var skotinn í brjóstið á Sæbrautinni úr .22 kalibera riffli laust fyrir klukkan tólf í morgun. Sendibílstjóri sem átti þar leið framhjá tók særða manninn upp í og keyrði hann í átt að Laugardalslauginni. Samkvæmt heimildum Vísis var skotmaðurinn enn á staðnum þegar sendibílstjórinn tók manninn upp í.

Málið er ekki talið tengjast undirheimunum og hefur lögreglan ekki viljað útiloka að um árás án tilefnis hafi verið ræða. Heimildir segja að maðurinn hafi verið að skipta um dekk þegar á hann var ráðist.

Fórnarlambið, sem er karlmaður fæddur árið 1972, lést skömmu eftir klukkan eitt í dag.

Enginn hefur verið handtekinn vegna skotárásarinnar en sérsveit lögreglunnar er í viðbragðsstöðu samkvæmt heimildum Vísis.

 



 

 

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×