Innlent

Fórnarlamb skotárásarinnar látið

Maðurinn sem varð fyrir skotárás á Sæbrautinni laust fyrir hádegi í dag er látinn. Hann var fæddur árið 1972.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um blóðugan mann við sundlaugarnar í Laugardal klukkan 11.42 í morgun. Síðan hafi verið staðfest að hann hafi orðið fyrir skotárás á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar.

Samkvæmt heimildum Vísis á maðurinn að hafa verið tekinn særður upp í sendibifreið á Sæbraut og honum ekið að sundlauginni í Laugardal.

Rannsókn málsins stendur enn yfir. Lögreglan hefur lokað af hluta Sæbrautarinnar og svæði fyrir framan inngang Laugardalslaugar.

Ekki er vitað til þess að nokkur hafi verið handtekinn vegna málsins.


Tengdar fréttir

Alvarleg líkamsárás á Sæbraut

Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×