Loftárásum haldið áfram 9. janúar 2007 19:00 Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. Tilgangurinn með árásum Bandaríkjamanna er tvíþættur. Þeir vilja styðja við bakið á bráðabirgðastjórn landsins sem hefur mátt berjast við íslamska uppreinsarmenn þar í marga mánuði. Á sama tíma vilja þeir hafa hendur í hári eða fella al-Kaída liða sem þá grunar um aðild að hryðjuverkaárásum á bandarísk sendiráð í Kenýa og Tansaníu 1998. Árásirnar kostuðu 250 manns lífið. Hryðjuverkamennirnir eru sagðir í hópi uppreisnarmanna sem Bandaríkjamenn fullyrða að tengist samtökunum sterkum böndum. Á meðal þeirra munu vera Abu Talha al-Sudani, sem sagður er leiðtogi al-Kaída í Austur-Afríku, og Fazul Abdullah Mohammed, sem er eftirlýstur af bandarísku Alríkislögreglunni og sagður hafa skipulagt hryðjuverkin fyrir átta árum. Því var þungvopnuð, fjögurra hreyfla herflugvél send til árása seint í gærkvöldi frá herstöð Bandaríkjamanna í nágrannaríkinu Djibútí. Þegar vopnum slíkrar vélar er beitt eira þau engu á stóru svæði. Fyrst var skotið á þorpið Hayo. Heimildir BBC herma að þar hafi fjórir óbreyttir borgarar hið minnsta fallið, þar á meðal fjögurra ára drengur. Síðan var skotið á svæði í Badmado. Árásirnar héldu svo áfram í dag og skotmarkið þá nærri bænum Afmadow í Suður-Sómalíu. Vitni segja vel á þriðja tug óbreyttra borgara hafa týnt lífi. Abdullah Yusuf, forseti Sómalíu, segir Bandaríkjamenn hafa verið í rétt hafi þeir ráðist gegn al-Kaída liðum. Það var ekki fyrr en síðdegis sem bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti að árásir hefðu verið gerðar í gær. Þeim hafi verið beint gegn al-Kaída liðum og byggt á trúverðugum upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar. Alls óvíst er að árásir síðasta sólahrings hafi nokkur áhrif á baráttuþrek uppreisnarmanna, enda hafa þeir hótað skæruhernaði gegn ríkisstjórn og her Sómalíu. Því til stuðnings bárust fréttir af því síðdegis að óþekktir vígamenn hefðu gert flugskeytaárás á bækistöð eþíópískra og sómalskra hermanna í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Ekki er vitað um mannfall. Sprengingar og skothríð hafa einnig heyrst frá öðrum stöðum í borginni. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. Tilgangurinn með árásum Bandaríkjamanna er tvíþættur. Þeir vilja styðja við bakið á bráðabirgðastjórn landsins sem hefur mátt berjast við íslamska uppreinsarmenn þar í marga mánuði. Á sama tíma vilja þeir hafa hendur í hári eða fella al-Kaída liða sem þá grunar um aðild að hryðjuverkaárásum á bandarísk sendiráð í Kenýa og Tansaníu 1998. Árásirnar kostuðu 250 manns lífið. Hryðjuverkamennirnir eru sagðir í hópi uppreisnarmanna sem Bandaríkjamenn fullyrða að tengist samtökunum sterkum böndum. Á meðal þeirra munu vera Abu Talha al-Sudani, sem sagður er leiðtogi al-Kaída í Austur-Afríku, og Fazul Abdullah Mohammed, sem er eftirlýstur af bandarísku Alríkislögreglunni og sagður hafa skipulagt hryðjuverkin fyrir átta árum. Því var þungvopnuð, fjögurra hreyfla herflugvél send til árása seint í gærkvöldi frá herstöð Bandaríkjamanna í nágrannaríkinu Djibútí. Þegar vopnum slíkrar vélar er beitt eira þau engu á stóru svæði. Fyrst var skotið á þorpið Hayo. Heimildir BBC herma að þar hafi fjórir óbreyttir borgarar hið minnsta fallið, þar á meðal fjögurra ára drengur. Síðan var skotið á svæði í Badmado. Árásirnar héldu svo áfram í dag og skotmarkið þá nærri bænum Afmadow í Suður-Sómalíu. Vitni segja vel á þriðja tug óbreyttra borgara hafa týnt lífi. Abdullah Yusuf, forseti Sómalíu, segir Bandaríkjamenn hafa verið í rétt hafi þeir ráðist gegn al-Kaída liðum. Það var ekki fyrr en síðdegis sem bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti að árásir hefðu verið gerðar í gær. Þeim hafi verið beint gegn al-Kaída liðum og byggt á trúverðugum upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar. Alls óvíst er að árásir síðasta sólahrings hafi nokkur áhrif á baráttuþrek uppreisnarmanna, enda hafa þeir hótað skæruhernaði gegn ríkisstjórn og her Sómalíu. Því til stuðnings bárust fréttir af því síðdegis að óþekktir vígamenn hefðu gert flugskeytaárás á bækistöð eþíópískra og sómalskra hermanna í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Ekki er vitað um mannfall. Sprengingar og skothríð hafa einnig heyrst frá öðrum stöðum í borginni.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira