Kasparov handtekinn í Moskvu 24. nóvember 2007 16:16 Íslandsvinurinn, skákmeistarinn og einn helsti leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, Garry Kasparov var handtekinn í mótmælaaðgerðum í Moskvu í dag. Fleiri andstæðingar Vladimir Putins forseta sem tóku þátt í mótmælunum voru einnig handteknir. Mótmælin voru skipulögð af flokki heimsmeistarans, Annað Rússland. Lögreglan greip til aðgerða þegar mótmælendur reyndu að ganga að kosninganefnd sem hafði hafnað öðrum rússneskum frambjóðendum í þingkosningunum sem fara fram 2. desember næstkomandi. Búist er við að stuðningsmenn forsetans vinni kosningarnar. Sextíu manns voru handteknir auk Kasparovs. Vitni segja lögreglumenn hafa barið Kasparov. Hann var ákærður fyrir mótþróa við handtöku og að hafa skipulagt ólögleg mótmæli. Í flokki Kasparovs kemur saman breið fylking hefðbundinna stjórnmálamanna, vinstrisinna og þjóðernissinna sem allir eru andvígir núverandi stjórn. Um þrjú þúsund mótmælendur tóku þátt í göngunni í dag. Þeir héldu á spjöldum og borðum og kröfðust þess að almenningur losaði sig við Putin í kosningunum. Leiðtogar flokksins hafa gagnrýnt þingkosningarnar og segja að fólki sé ekki gefinn valkostur. Leiðtogi hins hefðbundna frjálslynda flokks í landinu tók þátt í mótmælunum. Fréttaritari BBC í Moskvu segir það til merkis um vaxandi fylgi við Annað Rússland. Stjórnarháttum forsetans var mótmælt. Hann sagður misnotað völd sín á kostnað framfara í landinu. Hann banni andstæðingum á borð við Annað Rússland að bjóða fram í þingkosningunum um næstu helgi en hafi um leið tryggt sér örugg þingsæti til að halda áhrifum vegna þess að hann megi ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Stjórnarskráin bannar það að nokkur gegni embættinu þrjú kjörtímabil í röð. Ofan á þetta banni svo Pútín alþjóðlegt kosningaeftirlit um næstu helgi. Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Íslandsvinurinn, skákmeistarinn og einn helsti leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, Garry Kasparov var handtekinn í mótmælaaðgerðum í Moskvu í dag. Fleiri andstæðingar Vladimir Putins forseta sem tóku þátt í mótmælunum voru einnig handteknir. Mótmælin voru skipulögð af flokki heimsmeistarans, Annað Rússland. Lögreglan greip til aðgerða þegar mótmælendur reyndu að ganga að kosninganefnd sem hafði hafnað öðrum rússneskum frambjóðendum í þingkosningunum sem fara fram 2. desember næstkomandi. Búist er við að stuðningsmenn forsetans vinni kosningarnar. Sextíu manns voru handteknir auk Kasparovs. Vitni segja lögreglumenn hafa barið Kasparov. Hann var ákærður fyrir mótþróa við handtöku og að hafa skipulagt ólögleg mótmæli. Í flokki Kasparovs kemur saman breið fylking hefðbundinna stjórnmálamanna, vinstrisinna og þjóðernissinna sem allir eru andvígir núverandi stjórn. Um þrjú þúsund mótmælendur tóku þátt í göngunni í dag. Þeir héldu á spjöldum og borðum og kröfðust þess að almenningur losaði sig við Putin í kosningunum. Leiðtogar flokksins hafa gagnrýnt þingkosningarnar og segja að fólki sé ekki gefinn valkostur. Leiðtogi hins hefðbundna frjálslynda flokks í landinu tók þátt í mótmælunum. Fréttaritari BBC í Moskvu segir það til merkis um vaxandi fylgi við Annað Rússland. Stjórnarháttum forsetans var mótmælt. Hann sagður misnotað völd sín á kostnað framfara í landinu. Hann banni andstæðingum á borð við Annað Rússland að bjóða fram í þingkosningunum um næstu helgi en hafi um leið tryggt sér örugg þingsæti til að halda áhrifum vegna þess að hann megi ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Stjórnarskráin bannar það að nokkur gegni embættinu þrjú kjörtímabil í röð. Ofan á þetta banni svo Pútín alþjóðlegt kosningaeftirlit um næstu helgi.
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira