Enski boltinn

Framtíð Mark Viduka óráðin

Mark Viduka
Mark Viduka NordicPhotos/GettyImages

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki ætla að setja neina pressu á ástralska framherjann Mark Viduka um að skrifa undir nýjan samning við félagið þó gamli samningurinn hans renni út í sumar.

Viduka hefur vakið áhuga liða eins og Liverpool, West Ham og Genoa á Ítalíu, en Southgate er vongóður um að halda markaskoraranum áfram hjá Boro. "Mark hefur spilað mjög vel á leiktíðinni og við söknuðum hans mikið þegar hann var meiddur. Ég set enga pressu á hann um að framlengja við okkur en ég á allt eins von á að sjá hann hérna áfram því honum virðist líka lífið ágætlega í herbúðum liðsins," sagði Southgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×