Erlent

Lýsir fjöldamorðunum sem hreinni aftöku

Karlmaður sem lifði af árás fjöldamorðingjans í Virginíu lýsir því sem fram fór í kennslustofu skólans sem hreinni aftöku. Kennari við skólann segist ítrekað hafa varað skólayfirvöld við hegðun mannsins en ekkert mark hafi verið tekið á því.

Garret Evans er á batavegi eftir að hafa verið skotinn í fótinn af suður-kóreska stúdentnum Cho Seung-hui á mánudaginn. Cho myrti þrjátíu og tvo í skotárás á háskólasvæði Virginíu Tækniháskólans. Evans var staddur í einni af kennslustofum skólans í þýskutíma þegar árásarmaðurinn ruddist þar inn. Hann lýsir því sem þar fór fram sem hreinni aftöku

Lucindu Roy, deildarforseti við skólann, hafði áhyggjur af Cho Seung-hui eftir að hafa síðla árs 2005 fengið í hendurnar mjög svo sláandi ritgerð sem hann ritaði. Hún segir ekkert mark hafa verið tekið á aðvörunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×