Erlent

Borgarstjóri Nagasaki myrtur í miðri kosningabaráttu

Af vettvangi morðsins í Nagasaki
Af vettvangi morðsins í Nagasaki Mynd/AFP

Itcho Ito borgarstjóri í Nagasaki í Japan, var skotinn í gærkvöldi. Hann dó snemma í morgun á spítala í borginni. Ito var skotinn tvisvar í bakið utan við lestarstöð í borginni af manni sem talinn er vera í einum af stærstu glæpasamtökum Japan, Yamaguchi-klíkunni. Shinzo Abe forsætisráðherra Japan hefur fordæmt morðið og sagt það ógn við lýðræðið. Kosningabarátta fyrir borgarstjórnarkosningar í Nagasaki stendur nú sem hæst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×