Vilja fara í mál á Íslandi Guðjón Helgason skrifar 3. júní 2007 18:45 Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð. Ashley Turner var tvítug og flugliði í þyrlubjörgunarsveit Keflavíkurflugvallar. Hún fannst liggjandi í blóði sínu í sameiginlegum svefnskála hennar og Calvins Hill, samstarfsmanns, á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fjórtánda ágúst 2005. Turner lést af völdum höfuðáverka og stungusára á hálsi. Hill var ákærður fyrir að hafa myrt hana en Turner átti að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Réttað var yfir Hill fyrir herrétti í Bolling-herstöðinni í Washington í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var hann sýknaður en lækkaður í tign og dæmdur til erfiðisvinnu fyrir að hafa stolið jafnvirði hundrað og sjötíu þúsund króna frá Turner. Jason Turner, bróðir Ashley, segir að gögn hafi legið fyrir sem að hans mati hafi bent sterklega til þess að Hill væri morðinginn. Samkvæmt bandarískum lögum sé ekki hægt að rétta oftar en einu sinni yfir manni vegna sama morðmálsins. Hann og ættingjar hans séu ekki lögspekingar en ætlunin sé að hafa samband við yfirvöld á Íslandi til að kanna möguleikann á að sækja mál með ákæru sem hljóð eins og sú sem var birt gegn Hill í Bandaríkjunum, nú eða þá vægari ákæru en það gangi. Jason segir að hann ætli að kanna möguleikan á málshöfðun hér á landi eftir helgina. Óvíst er hvort hægt verði að hefja málarekstur hér. Í viðauka við Varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 segir að ríkisstjórn Íslands óski ekki eftir að fara með lögsögu í málum varnarliðsmanna sem hún hafi áskilið sér nema um sé að tefla sakir sem hafi sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Jason segir ekki líkur á að einkamál verði höfðað gegn Hill í Bandaríkjunum. Ekki sé hægt að sækja miklar bætur í greipar hans og helst vilji Turner-fjölskyldan vita sem minnst af Hill og hans ættingjum. Hann segir Turner-fjölskylduna ekki vilja peninga heldur að réttlætið nái fram að ganga. Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð. Ashley Turner var tvítug og flugliði í þyrlubjörgunarsveit Keflavíkurflugvallar. Hún fannst liggjandi í blóði sínu í sameiginlegum svefnskála hennar og Calvins Hill, samstarfsmanns, á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fjórtánda ágúst 2005. Turner lést af völdum höfuðáverka og stungusára á hálsi. Hill var ákærður fyrir að hafa myrt hana en Turner átti að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Réttað var yfir Hill fyrir herrétti í Bolling-herstöðinni í Washington í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var hann sýknaður en lækkaður í tign og dæmdur til erfiðisvinnu fyrir að hafa stolið jafnvirði hundrað og sjötíu þúsund króna frá Turner. Jason Turner, bróðir Ashley, segir að gögn hafi legið fyrir sem að hans mati hafi bent sterklega til þess að Hill væri morðinginn. Samkvæmt bandarískum lögum sé ekki hægt að rétta oftar en einu sinni yfir manni vegna sama morðmálsins. Hann og ættingjar hans séu ekki lögspekingar en ætlunin sé að hafa samband við yfirvöld á Íslandi til að kanna möguleikann á að sækja mál með ákæru sem hljóð eins og sú sem var birt gegn Hill í Bandaríkjunum, nú eða þá vægari ákæru en það gangi. Jason segir að hann ætli að kanna möguleikan á málshöfðun hér á landi eftir helgina. Óvíst er hvort hægt verði að hefja málarekstur hér. Í viðauka við Varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 segir að ríkisstjórn Íslands óski ekki eftir að fara með lögsögu í málum varnarliðsmanna sem hún hafi áskilið sér nema um sé að tefla sakir sem hafi sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Jason segir ekki líkur á að einkamál verði höfðað gegn Hill í Bandaríkjunum. Ekki sé hægt að sækja miklar bætur í greipar hans og helst vilji Turner-fjölskyldan vita sem minnst af Hill og hans ættingjum. Hann segir Turner-fjölskylduna ekki vilja peninga heldur að réttlætið nái fram að ganga.
Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira