Erlent

Hús hrundi aðeins augnablikum eftir rýmingu

Byggingaeftirlitsmanni á Azoreyjum leist svo illa á hús sem hann fór framhjá að hann fékk lögregluna til þess að rýma það. Og það var eins gott. Aðeins nokkrum augnablikum eftir að síðasti íbúinn fór út úr húsinu hrundi það til grunna. Enginn meiddist.

Hús sem hafði verið sambyggt þessu var rifið fyrir tveim árum. Talið er að þá hafi þetta óhappahús ekki lengur haft nægan stuðning, og smámsaman liðast í sundur þar til það loks hrundi í gær.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×