Erlent

Wolfowitz ekki rekinn úr starfi

MYND/AP

Stjórn Alþjóðabankans lýsti yfir miklum af áhyggjum af orðspori bankans vegna mál Pauls Wolfowitz, forstjóra bankans, eftir fund í kvöld. Hins vegar var ekki ákveðið að reka hann úr starfi. Wolfowitz, sem er fyrrverandi varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, liggur undir ámæli fyrir að hafa misnotað vald sitt og veitt ástkonu sinni stöðu- og launahækkun hjá bankanum.

Wolfowitz hefur beðist afsökunar á gerðum sínum en engu að síður er staða hans innan bankans sögð afar veik, ekki síst í ljós yfirlýsinga Wolfowitz um að hann hygðist berjast gegn spillingu innan bankans. Hafa þróunarmálaráðherrar bæði Bretlands og Þýskalands lýst yfir vanþóknun sinni á Wolfowitz en bankinn veitir yfir 3000 milljarða í þróunaraðstoð á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×