Útilokar ekki að koma aftur 30. júní 2007 01:45 Casper Jacobsen er hér á fullri ferð í leik Breiðabliks gegn ÍA fyrr í mánuðinum. fréttablaðið/vilhelm Sá leikmaður sem þótti skara fram úr í áttundu umferð Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins er Casper Jacobsen, markvörður Breiðabliks. Hann var fenginn til liðsins eftir að Hjörvar Hafliðason meiddist fyrr í sumar og hefur Jacobsen staðið vaktina vel í hans fjarveru. „Ég nýt verunnar hjá Breiðabliki afar vel. Ég kom hingað til að spila fótbolta og það er einmitt það sem ég hef fengið að gera. Nú erum við byrjaðir að safna stigum og er þetta allt mjög ánægjulegt." Jacobsen hefur verið varamarkvörður hjá danska úrvalsdeildarliðinu Álaborg undanfarið eitt og hálfa árið og var því feginn því að fá byrjunarliðssætið hjá Blikum. „Áður en ég kom hingað var ég fullvissaður um að ég væri að spila með einu besta liðinu í bestu deildinni. Þetta er líka kærkomið fyrir mig og góður gluggi því það eru ekki margar deildir í gangi eins og er," sagði Jacobsen. Samningur hans við Álaborg er útrunninn og býst hann ekki við því að fara aftur þangað. „Ég vonast auðvitað til að komast í félag þar sem ég fæ að spila reglulega. En eins og er ætla ég að taka þessa þrjá mánuði og sjá til hvernig það gengur. Hver veit nema að ég komi aftur til Íslands næsta sumar. Ég útiloka ekki neitt eins og er," sagði Jacobsen sem verður með Breiðabliki til loka ágústsmánaðar. Íslenski boltinn hefur komið honum þægilega á óvart. „Ég vissi svo sem ekki við hverju ég átti að búast því ég hafði ekki séð mikið til íslenska boltans. Engu að síður kom mér á óvart hversu góður fótboltinn væri hér. Margir halda kannski að þetta sé í líkingu við fjórðu deildina í Englandi en þannig er það alls ekki og er það jákvætt." Hann talar einnig vel um íslenska stuðningsmenn, sérstaklega eftir grannaslag Breiðabliks og HK í síðustu umferð. „Það koma kannski ekki eins margir áhorfendur á leikina hér og í Dannmörku en þeir sem koma eru mjög háværir og styðja sitt vel mjög vel. Þetta eru mjög góðir áhorfendur." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Sá leikmaður sem þótti skara fram úr í áttundu umferð Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins er Casper Jacobsen, markvörður Breiðabliks. Hann var fenginn til liðsins eftir að Hjörvar Hafliðason meiddist fyrr í sumar og hefur Jacobsen staðið vaktina vel í hans fjarveru. „Ég nýt verunnar hjá Breiðabliki afar vel. Ég kom hingað til að spila fótbolta og það er einmitt það sem ég hef fengið að gera. Nú erum við byrjaðir að safna stigum og er þetta allt mjög ánægjulegt." Jacobsen hefur verið varamarkvörður hjá danska úrvalsdeildarliðinu Álaborg undanfarið eitt og hálfa árið og var því feginn því að fá byrjunarliðssætið hjá Blikum. „Áður en ég kom hingað var ég fullvissaður um að ég væri að spila með einu besta liðinu í bestu deildinni. Þetta er líka kærkomið fyrir mig og góður gluggi því það eru ekki margar deildir í gangi eins og er," sagði Jacobsen. Samningur hans við Álaborg er útrunninn og býst hann ekki við því að fara aftur þangað. „Ég vonast auðvitað til að komast í félag þar sem ég fæ að spila reglulega. En eins og er ætla ég að taka þessa þrjá mánuði og sjá til hvernig það gengur. Hver veit nema að ég komi aftur til Íslands næsta sumar. Ég útiloka ekki neitt eins og er," sagði Jacobsen sem verður með Breiðabliki til loka ágústsmánaðar. Íslenski boltinn hefur komið honum þægilega á óvart. „Ég vissi svo sem ekki við hverju ég átti að búast því ég hafði ekki séð mikið til íslenska boltans. Engu að síður kom mér á óvart hversu góður fótboltinn væri hér. Margir halda kannski að þetta sé í líkingu við fjórðu deildina í Englandi en þannig er það alls ekki og er það jákvætt." Hann talar einnig vel um íslenska stuðningsmenn, sérstaklega eftir grannaslag Breiðabliks og HK í síðustu umferð. „Það koma kannski ekki eins margir áhorfendur á leikina hér og í Dannmörku en þeir sem koma eru mjög háværir og styðja sitt vel mjög vel. Þetta eru mjög góðir áhorfendur."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira