Erlent

Myrti og brenndi fyrrverandi kærustu

Nítján ára nemi í A&M háskólanum í Texas, Tynesha Stewart, var myrt af fyrrverandi kærasta sínum sem síðan bútaði lík hennar í sundur og brenndi líkið á grilli að sögn lögreglu. Lögregla hefur handtekið þann sem grunaður er um ódæðið, Timothy Shepherd, hann er 27 ára og er sagður hafa kyrkt stúlkuna vegna þess að hann var afbrýðisamur því hún var komin með nýjan kærasta. Lögregla leitar ekki lengur líkamsleifa Tynesha þar sem þeir segja litlar líkur á að nokkuð finnist í brunarústunum. Timothy hefur játað verknaðinn.

Fyrst héldu lögreglumenn að líkið hefði verið bútað í sundur og bútunum dreift á ruslahaug sem síðan hafði verið tæmdur. Því héldu yfirvöld að líkamsleifarnar væru urðaðir á víð og dreif og því nær ómögulegt að finna þær og ætluðu ekki einu sinni að reyna það. Þetta vakti reiði meðal fjölskyldu Tynesha.

Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig þeir komust að þeirri niðurstöðu að Timothy væri morðinginn né hvers vegna þeir haldi að ekki sé hægt að finna líkamsleifar Tynesha í brunarústunum, en gríðarlegan hita þarf til þess að eyða öllum verksummerkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×