Erlent

Íranir hætta ekki auðgun úrans

Getty Images

Mahmoud Ahadinejad forseti Íran segir að ekki verði hætt við kjarnorkuáætlun landsins þrátt fyrir hertar efnahagsþvinganir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir á vefsíðu sinni að Íranir muni „aðlaga" samskipti sín við þær þjóðir sem standi að ályktun ráðsins. „Íran mun ekki hætta við sína löglegu og friðsamlegu kjarnorkuáætlun, við munum ekki hika eina sekúndu vegna þessarar ólöglegu ályktunnar", segir á vefsíðu forsetans, www.president.ir. „Íranska þjóðin mun ekki gleyma því hver studdi og hver hafnaði ályktuninni þegar við aðlögum alþjóðleg samskipti okkar," án þess að gefa til kynna hvað slík aðlögun felur í sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×