Íslandshreyfingin með fimm prósent 25. mars 2007 01:30 „Þetta eru ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 5,0 prósent segjast myndu kjósa hreyfinguna og gæti hún því fengið þrjá þingmenn kjörna. „Íslandshreyfingin er rétt að fara af stað og ég vona að þetta gefi tóninn fyrir áframhaldið.“ Frjálslyndi flokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og segjast nú 4,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því er ólíklegt að flokkurinn fengi nokkurn þingmann kjörinn. „Mér finnst fylgistapið óásættanlegt og sýnir að við þurfum að fara á fullt með kosningabaráttuna okkar, sem er ekki hafin að neinu marki enn,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Fylgi Samfylkingar eykst aðeins frá síðustu könnun blaðsins og segjast nú 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn, sem gæfi um fjórtán þingmenn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist treysta þjóðinni til að velja skynsamlega í vor. „Margir eru óákveðnir enn, en Samfylkingin er að mjakast upp, sem er í takt við það sem við höfum fundið.“ Vinstri græn missa svolítið fylgi nú og segjast 23,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir niðurstöðuna eins og við hafi verið að búast. „Nýja framboðið var kynnt í vikunni og fékk mikla athygli, svo það kemur ekki á óvart að það komist á blað. Það er hins vegar ekki hægt að segja að það fylgi því mikil sveifla, því bæði Frjálslyndir og Íslandshreyfingin eiga það á hættu að fá engan mann kjörinn.“ Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar einnig lítillega og segist 36,1 prósent myndu kjósa flokkinn nú, sem gæfi flokknum 24 þingmenn. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður segir niðurstöðuna sýna að flokksmenn þurfi að herða sig enn frekar, þrátt fyrir að vera á góðu róli. Fylgi Framsóknarflokks stendur í stað og segjast nú 9,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir könnunina lofa góðu fyrir framsóknarmenn. „Við erum álíka stórir og við vorum mánuði fyrir síðustu kostningar og við næstum því tvöfölduðum það fylgi. Stóru fréttirnar í þessu eru náttúrlega þær að enn er þessi mikla athafnaríkisstjórn fallin sem hefur setið að völdum á Íslandi. Það eru stórtíðindi.“ Kosningar 2007 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist Sjá meira
„Þetta eru ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 5,0 prósent segjast myndu kjósa hreyfinguna og gæti hún því fengið þrjá þingmenn kjörna. „Íslandshreyfingin er rétt að fara af stað og ég vona að þetta gefi tóninn fyrir áframhaldið.“ Frjálslyndi flokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og segjast nú 4,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því er ólíklegt að flokkurinn fengi nokkurn þingmann kjörinn. „Mér finnst fylgistapið óásættanlegt og sýnir að við þurfum að fara á fullt með kosningabaráttuna okkar, sem er ekki hafin að neinu marki enn,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Fylgi Samfylkingar eykst aðeins frá síðustu könnun blaðsins og segjast nú 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn, sem gæfi um fjórtán þingmenn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist treysta þjóðinni til að velja skynsamlega í vor. „Margir eru óákveðnir enn, en Samfylkingin er að mjakast upp, sem er í takt við það sem við höfum fundið.“ Vinstri græn missa svolítið fylgi nú og segjast 23,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir niðurstöðuna eins og við hafi verið að búast. „Nýja framboðið var kynnt í vikunni og fékk mikla athygli, svo það kemur ekki á óvart að það komist á blað. Það er hins vegar ekki hægt að segja að það fylgi því mikil sveifla, því bæði Frjálslyndir og Íslandshreyfingin eiga það á hættu að fá engan mann kjörinn.“ Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar einnig lítillega og segist 36,1 prósent myndu kjósa flokkinn nú, sem gæfi flokknum 24 þingmenn. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður segir niðurstöðuna sýna að flokksmenn þurfi að herða sig enn frekar, þrátt fyrir að vera á góðu róli. Fylgi Framsóknarflokks stendur í stað og segjast nú 9,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir könnunina lofa góðu fyrir framsóknarmenn. „Við erum álíka stórir og við vorum mánuði fyrir síðustu kostningar og við næstum því tvöfölduðum það fylgi. Stóru fréttirnar í þessu eru náttúrlega þær að enn er þessi mikla athafnaríkisstjórn fallin sem hefur setið að völdum á Íslandi. Það eru stórtíðindi.“
Kosningar 2007 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist Sjá meira