Erlent

Fimmtán teknir af lífi í Afganistan

Fangelsi fyrir utan höfuðborg Kabúl.
Fangelsi fyrir utan höfuðborg Kabúl. MYND/AFP

Yfirvöld í Afganistan tóku í morgun 15 fanga af lífi en þetta eru fyrstu aftökur þar í landi í meira en þrjú ár. Ekki hafa fleiri verið teknir af lífi í Afganistan á sama degi síðan Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001.

Mennirnir voru skotnir til bana af aftökusveit í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Þeir voru meðal annars dæmdir fyrir morð á lögregluþjónum, friðargæsluliðum og sendimönnum erlendra ríkja. Ennfremur þjófnað og mannrán.

Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan hafa gagnrýnt aftökurnar og telja heppilegra að stjórnvöld þar í landi reyni eftir fremsta megni að komast hjá refsingum af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×