Enski boltinn

Heiðar í byrjunarliði Fulham

NordicPhotos/GettyImages

Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í dag þegar liðið tekur á móti Tottenham í fimmtu umferð enska bikarsins. Heiðar og félagar ættu að eiga góða möguleika á sigri í dag þar sem liði Tottenham hefur gengið afleitlega það sem af er árinu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn í lýsingu Arnars Björnssonar og hefst klukkan 16.

Liðin hafa mæst tvisvar í deildinni í vetur og lauk báðum leikjum með jafntefli. Heiðar Helguson var rekinn af velli í þeim síðari. Tottenham er reyndar mikið bikarlið og hafa aðeins tvö önnur lið á Englandi unnið ensku bikarkeppnina oftar. Þá hefur Tottenham aldrei tapað fyrir Fulham í fjórum viðureignum liðanna í enska bikarnum til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×