Fótbolti

England 1 - 1 Brasilía

England og Brasilía gerðu 1-1 jafntefli í vináttuleik á nýja Wembley. John Terry skoraði fyrir England en Diego jafnaði fyrir Brasilíu. Þetta verða að teljast sanngjörn úrslit þar sem leikurinn var mjög jafn og færi á báða bóga.

Fyrri hálfleikur var mjög daufur og þar ber helst að nefna aukaspyrnu David Beckham sem fór rétt fram hjá marki brasilíumanna.

Seinni hálfleikur var mjög fjörugur þar sem Michael Owen átti fínan skalla rétt yfir markið. Á 68. mínútu var það fyrrverandi fyrirliði Englands, David Beckham, sem að tók aukaspyrnu beint á höfuðið á núverandi fyrirliðanum, John Terry sem skallaði hann beint í netið.

Eftir það áttu brassar nokkur færi en það var svo Diego sem jafnaði leikinn á 92. mínútu eftir góða sendingu frá Gilberto.

David Beckham var skipt út af á 78. mínútu og fékk hann mikið klapp áhorfenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×