Erlent

Þriðja þjóðverjanum rænt í Afghanistan

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Þriðja þjóðverjanum á einni viku var rænt í Afghanistan í morgun. Um helgina fannst lík annars þjóðverja sem rænt var í síðustu viku af Talibönum sem krefjast þess að þýsk og suður-kóresk stjórnvöld sendi herlið sín tafarlaust frá Afghanistan og að talibanar í afgönskum fangelsum verði leystir úr haldi.

Stjórnvöld í Afghanistan eru að reyna að fá þjóðverjana lausa auk tuttugu og þriggja Suður-kóreumanna sem rænt var af talibönum á fimmtudag. Þjóðverjinn sem tekinn var í gíslingu í morgun var fréttamaður. Talibanar hafa ekki lýst ábyrgð á mannráninu í morgun á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×