Erlent

Frakkar gera það oftast

Þjóðverjar hafa átt flesta bólfélaga.
Þjóðverjar hafa átt flesta bólfélaga. MYND/Getty Images

Frakkar eru duglegastir í bólinu samkvæmt nýrri könnun sem franska tímaritið L'Express lét gera í samvinnu við frönsku sjónvarpsstöðina France 24. Þjóðverjar koma í öðru sæti en Bretar standa sig verst.

Alls tóku 5.400 einstaklingar frá Englandi, Bandaríkjunum, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi þátt í könnuninni. Að meðaltali stunda Frakkar oftast kynlíf í mánuði eða 8,9 sinnum. Þjóðverjar koma í öðru sæti með átta skipti í mánuði og þar á eftir Ítalir með 7,3 skipti í mánuði. Bretar standa sig verst en þeir stunda kynlíf að meðaltali 5,8 sinnum í mánuði.

Þjóðverjar hafa hins vegar átt flesta bólfélaga samkvæmt könnuninni eða 13 talsins. Hjá Frökkum, Bretum og Bandaríkjamönnum er fjöldinn 12,5.

Þá kemur einnig fram í könnuninni að í tilfelli þungunar hafi nærri helmingur Frakka íhugað fóstureyðingu alvarlega. Aðeins 16 prósent Þjóðverja sögðust hafa hugsað út í þann möguleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×