Enski boltinn

Wenger sagður meta framtíð sína hjá Arsenal

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. MYND/Reuters

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sagður vega og meta framtíð sína hjá félaginu eftir að varaformaður stjórnar félagsins, David Dein, hætti skyndilega á miðvikudaginn vegna ágreinings um stefnu þess.

Dein, sem er góðvinur Wengers, studdi áform bandaríska auðjöfursins Stans Kroenkes um aukin ítök í félaginu en hann keypti nýverið tæplega níu prósenta hlut í félaginu.

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, er hins vegar samkvæmt breskum miðlum algjörlega andvígur því að Bandaríkjamenn eignist félagið, en slíkt hefur þegar gerst hjá Manchester United, Liverpool og Arsenal. Haft er eftir Hill-Wood á vef BBC í dag að Bandaríkjamenn hafi engan áhuga á knattspyrnu heldur vilji aðeins græða á félaginu.

Dagblaðið Daily Mirror segir Wenger hafa fundað með stjórn félagsins í gær. Þar hafi verið ætlunin að ræða leikmannakaup sumarsins en hins vegar hafi umræðan snúist um brottför Deins. Er Wenger sagður hafa lýst vonbrigðum sínum með að Dein skyldi hætta hjá félaginu en hann á sjálfur eitt ár eftir af samningi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×