Erlent

Hvalveiðiráðið fundar í Alaska

Meðlimir Greenpeace í Svíþjóð stilltu á dögunum 17 hvalhræjum upp í miðborg Stokkhólms til þess að mótmæla hvalveiðum.
Meðlimir Greenpeace í Svíþjóð stilltu á dögunum 17 hvalhræjum upp í miðborg Stokkhólms til þess að mótmæla hvalveiðum.

Íbúar Ancorage í Alaska hafa undirbúið sig síðustu daga fyrir fund Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hefst á morgun. Greenpeace liðar hafa staðið fyrir mótmælum um allan heim í tengslum við fundinn og búist er við mótmælum í borginni þegar fundurinn hefst.

Eitt helsta deilumálið sem liggur fyrir fundinum eru umræður um hvalveiðar í atvinnuskyni. Ólíklegt þykir að bann við veiðum í atvinnuskyni verði afnumið á fundinum, en 75 prósenta meirihluta þarf til að afturkalla bannið sem sett var fyrir 21 ári síðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×