Erlent

Einn virtasti skrautritari múslíma myrtur

MYND/AFP

Khalil al-Zahawi, einn virtasti skrautritari arabísks leturs í heiminum, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Baghdad í gær. Listgreinin er afar hátt skrifuð í Írak jafnt sem í öðrum löndum hins múslímska heims og skrautritarar njóta mikillar virðingar.

Al-Zahawi var virtur kennari í fræðunum og nemendur komu alls staðar að úr Miðausturlöndum til að nema við fótskör meistarans. Í frétt BBC segir, að litið verði á morðið sem árás á menningu og menntun í landinu en uppreisnarhópar í landinu hafa ráðist á fjölda vísindamanna, lækna og háskólamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×