Erlent

Hernaðaraðgerðir í Sadr borg

Al Sadr kom í fyrsta sinn fram opinberlega í langan tíma á föstudaginn.
Al Sadr kom í fyrsta sinn fram opinberlega í langan tíma á föstudaginn. MYND/afp

Bandarískir og íraskir hermenn gerði í dag árás á Sadr borg, fátækrahverfi í Baghdad, þar sem shía uppreisnarmenn hafa mikil ítök. Hverfið er kennt við múslímaklerkinn shía klerkinn Muqtada al-Sadr sem kom úr felum á föstudaginn var og hvatti shía og súnnía til þess að sameiast gegn innrásarliðinu. Í aðgerðinni handtóku hermenn mann sem grunaður er um að tengjast samtökum sem sögð eru flytja sprengjur frá Íran til Írak.

Á sama tíma og áhlaupið á Sadr borg átti sér stað gerðu Bretar árásir á shía hópa í borginni Basra í suðurhluta landsins. Áhlaupin eiga sér stað degi áður en bandarískir og íranskir diplómatar hittast í Baghdad til þess að ræða leiðir til að lægja ofbeldisöldur í landinu.

Bandarísk stjórnvöld hafa ásakað yfirvöld í Íran, sem eru shía trúar, fyrir að fjármagna, þjálfa og vopnbúa uppreisnarmenn í Írak. Íranar neita þessu staðfastlega og segja ofbeldið í landinu skýrast af veru bandarísks herliðs þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×