Allt í plati Guðjón Helgason skrifar 2. júní 2007 19:30 Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. Þegar þátturinn var kynntur fyrir skömmu var greint frá því að dauðvona kona, Lísa að nafni, ætlaði að gefa úr sér nýra. Hún ætlaði sér að velja milli þriggja sjúklinga sem þurftu á nýju nýra að halda. Þátturinn vakti mikið umtal víða um heim löngu áður en hann fór í loftið og fordæmdu hollensk stjórnvöld athæfið. Það var svo í gærkvöldi sem hann var sýndur og biðu fjölmargir hollendingar spenntir við sjónvarpsskjáinn. Þegar Lisa ætlaði að tilkynna hver fengi nýrað greip þáttastjórnandi framí fyrir henni og sagði tilgang þáttarins að vekja athygli á vanda líffæraþega í Hollandi. Patrick Lodiers, þáttarstjórnandi, sagði ekki ætlunina að gefa nýra, jafnvel framleiðendur teldu það of langt gengið. Hann greindi frá því að Lísa heiti í raun Leonie, hún væri leikkona við hestaheilsu. Hann sagði mögulegu þegana þrjá, Esther Claire, Vincent og Charlotte, hafa tekið þátt í ráðabrugginu. Þau séu ekki leikarar heldur raunverulegir sjúklingar. Framleiðendur og þátttakendur í þættinum segja stjórnvöld hafa setið aðgerðalaus hjá meðan líffæragjöfum hafi fækkað og biðlistar lengst. Fjórtán hundruð Hollendingar biðu nú eftir líffærum til ígræðslu og óvíst hver framtíð þeirra yrði. Esther Claire, einn þátttakenda í þættinum, segir að reynt hafi verið að auglýsa til að fjölga líffæragjöfum, bæklingar gefnir út og veggspjöld birt. Það hafi ekki hjálpa. Eitthvað harkalegt hafi þurft að gera til að vekja fólk af værum svefni. Flestir líffæraþegar í Hollandi eru ánægðir með framtakið. Talsamður samtaka hollenskra nýrnaþega sagði þetta vel heppnað. Málið hafi þurft að fá umfjöllun sem hafi fengist. Runólfur Pálsson, læknir á nýrnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, hefur grætt nýru í sjúklinga hér á landi. Hann segir nýru það líffæri sem oftast séu grædd í fólk og hér á landi séu sjötíu prósent gjafa lifandi sem sé hærra en annars staðar. Líffæragjafir frá látnum séu sjaldgæfari hér en þó hafi líffæri fengist úr sex látnum gjöfum í fyrra. Hann segir þörfinni fyrir líffæri á Íslandi verið svarað vel. Engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni, en hægt sé að útvega líffæri í flesta sem þess þurfi. Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. Þegar þátturinn var kynntur fyrir skömmu var greint frá því að dauðvona kona, Lísa að nafni, ætlaði að gefa úr sér nýra. Hún ætlaði sér að velja milli þriggja sjúklinga sem þurftu á nýju nýra að halda. Þátturinn vakti mikið umtal víða um heim löngu áður en hann fór í loftið og fordæmdu hollensk stjórnvöld athæfið. Það var svo í gærkvöldi sem hann var sýndur og biðu fjölmargir hollendingar spenntir við sjónvarpsskjáinn. Þegar Lisa ætlaði að tilkynna hver fengi nýrað greip þáttastjórnandi framí fyrir henni og sagði tilgang þáttarins að vekja athygli á vanda líffæraþega í Hollandi. Patrick Lodiers, þáttarstjórnandi, sagði ekki ætlunina að gefa nýra, jafnvel framleiðendur teldu það of langt gengið. Hann greindi frá því að Lísa heiti í raun Leonie, hún væri leikkona við hestaheilsu. Hann sagði mögulegu þegana þrjá, Esther Claire, Vincent og Charlotte, hafa tekið þátt í ráðabrugginu. Þau séu ekki leikarar heldur raunverulegir sjúklingar. Framleiðendur og þátttakendur í þættinum segja stjórnvöld hafa setið aðgerðalaus hjá meðan líffæragjöfum hafi fækkað og biðlistar lengst. Fjórtán hundruð Hollendingar biðu nú eftir líffærum til ígræðslu og óvíst hver framtíð þeirra yrði. Esther Claire, einn þátttakenda í þættinum, segir að reynt hafi verið að auglýsa til að fjölga líffæragjöfum, bæklingar gefnir út og veggspjöld birt. Það hafi ekki hjálpa. Eitthvað harkalegt hafi þurft að gera til að vekja fólk af værum svefni. Flestir líffæraþegar í Hollandi eru ánægðir með framtakið. Talsamður samtaka hollenskra nýrnaþega sagði þetta vel heppnað. Málið hafi þurft að fá umfjöllun sem hafi fengist. Runólfur Pálsson, læknir á nýrnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, hefur grætt nýru í sjúklinga hér á landi. Hann segir nýru það líffæri sem oftast séu grædd í fólk og hér á landi séu sjötíu prósent gjafa lifandi sem sé hærra en annars staðar. Líffæragjafir frá látnum séu sjaldgæfari hér en þó hafi líffæri fengist úr sex látnum gjöfum í fyrra. Hann segir þörfinni fyrir líffæri á Íslandi verið svarað vel. Engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni, en hægt sé að útvega líffæri í flesta sem þess þurfi.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira