Mótmælt í Rostock Guðjón Helgason skrifar 2. júní 2007 19:00 Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norðurhluta Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Mótmælendur byrjuðu að streyma til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands snemma í morgun og voru þrettán þúsund lögreglumenn viðbúnir komu þeirra. Fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims hefst í Heiligendamm, um tuttugu og fimm kílómetrum frá Rostock á miðvikudaginn og stendur í þrjá daga. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tekur þá á móti leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanda og Rússlands. Auk þeirra verða fulltrúar Brasilíu, Indlands og Kína á fundinum sem áheyrnarfulltrúar. Loftslagsmál, aðgerðir gegn úranauðun Írana, aðstoð við fátæk ríki í Afríku og efnahagsmál í víðum skilningi verða á dagskrá á fundinum. Mótmælin í Rostock voru skipulögð með nokkrum fyrirvara og ætlað að hafa áhrif á umræðuna í vikunni. Aðstandendur bjuggust við 100 þúsund manns en lögregla segir mótmælendur um 30 þúsund. Fréttaskýrendur segja fleiri úr þeirra hópi á leið til borgarinnar. Mótmælendur eru sagðir tilheyra 160 samtökum, sumir kommúnistar, aðrir anarkistar og enn aðrir umhverfissinnar. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda þegar leið á daginn. Grjóti og flöskum rigndi yfir lögreglu sem svaraði með táragasi og sprautaði á mótmælendur með vatnsþrýstidælum. Um fimm hundruð mótmælendur gerðu þunga atlögu að lögreglumönnum við höfnina í borginni og mikil ringulreið skapast. Aðstandendur mótmælana kölluðu í hátalarakerfi og báðu fólk um að sýna stillingu. Ekki var orðið við því. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir í dag en ekki vitað með vissu hve margir. Mótmælendur hafa hreiðrað um sig á stóru engi nærri Rostock í Þýskalandi og talið að enn eigi eftir að fjölga í þeirra hópi. Yfirvöld í borginni óttast að aftur komi til átaka þegar nær dregi leiðtogafundinum. Mótmælt var í Lundúnum í dag en allt fór þar fram með friðsamlegum hætti. Erlent Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norðurhluta Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Mótmælendur byrjuðu að streyma til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands snemma í morgun og voru þrettán þúsund lögreglumenn viðbúnir komu þeirra. Fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims hefst í Heiligendamm, um tuttugu og fimm kílómetrum frá Rostock á miðvikudaginn og stendur í þrjá daga. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tekur þá á móti leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanda og Rússlands. Auk þeirra verða fulltrúar Brasilíu, Indlands og Kína á fundinum sem áheyrnarfulltrúar. Loftslagsmál, aðgerðir gegn úranauðun Írana, aðstoð við fátæk ríki í Afríku og efnahagsmál í víðum skilningi verða á dagskrá á fundinum. Mótmælin í Rostock voru skipulögð með nokkrum fyrirvara og ætlað að hafa áhrif á umræðuna í vikunni. Aðstandendur bjuggust við 100 þúsund manns en lögregla segir mótmælendur um 30 þúsund. Fréttaskýrendur segja fleiri úr þeirra hópi á leið til borgarinnar. Mótmælendur eru sagðir tilheyra 160 samtökum, sumir kommúnistar, aðrir anarkistar og enn aðrir umhverfissinnar. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda þegar leið á daginn. Grjóti og flöskum rigndi yfir lögreglu sem svaraði með táragasi og sprautaði á mótmælendur með vatnsþrýstidælum. Um fimm hundruð mótmælendur gerðu þunga atlögu að lögreglumönnum við höfnina í borginni og mikil ringulreið skapast. Aðstandendur mótmælana kölluðu í hátalarakerfi og báðu fólk um að sýna stillingu. Ekki var orðið við því. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir í dag en ekki vitað með vissu hve margir. Mótmælendur hafa hreiðrað um sig á stóru engi nærri Rostock í Þýskalandi og talið að enn eigi eftir að fjölga í þeirra hópi. Yfirvöld í borginni óttast að aftur komi til átaka þegar nær dregi leiðtogafundinum. Mótmælt var í Lundúnum í dag en allt fór þar fram með friðsamlegum hætti.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira