Fótbolti

Kaká ósáttur við dómarann

AFP ImageForum

Kaka segir að sitt lið hafi átt skilið að ná jafntefli í vináttuleiknum gegn Englandi í gær. Hann segir að dómarinn hafi ekki verið sanngjarn og til dæmis dæmt löglegt mark af Gilberto í fyrri hálfleik. "Englendingar brutu oft illa af sér og komust upp með það," sagði Kaka.

Leikurinn endaði 1-1 þar sem Diego náði að jafna fyrir Brasilíu á lokamínútu leiksins, en áður hafði John Terry komið Englendingum yfir með skalla eftir sendingu frá David Beckham.

"Ef að dómarinn hefði ekki dæmt markið af sem Gilberto skoraði hefðum við sennilega unnið leikinn," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×