Fótbolti

West Ham að undirbúa tilboð í Richardson

AFP ImageForum

Eggert Magnússon og félagar í West Ham eru sagðir vera að undirbúa tilboð í Kieran Richardson, leikmann Manchester United. Tilboðið mun hljóða upp á 4 milljónir punda.

Richardson fékk ekki mikið að spreyta sig í liði United á síðustu leiktíð þar sem Heinze og Evra voru á undan honum í bakvarðarstöðunni og Giggs átti kantstöðuna. Eftir að Owen Hargreaves, Nani og Anderson komu til liðsins í vikunni verður ekki mikið pláss fyrir Richardson í liði Manchester United.

Birmingham og Portsmouth eru einnig talin hafa áhuga á kappanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×