Erlent

Eþíópía kallar herlið sitt heim

Þessir eþíópísku hermenn voru með þeim fyrstu sem voru sendir heim af herliðinu.
Þessir eþíópísku hermenn voru með þeim fyrstu sem voru sendir heim af herliðinu. MYND/AFP

Eþíópía hóf að flytja herlið sitt út úr Sómalíu í gær.

Sérfræðingar hafa áhyggjur yfir því að brotthvarf Eþíópíuhers úr landinu geti leitt til stjórnleysis og endurkomu ofríkis stríðsherra sendi Afríkusambandið ekki friðargæsluliða fljótt á staðinn.

Á föstudag samþykkti Afríkusambandið áætlun um að senda 8.000 friðargæsluliða til Sómalíu í sex mánuði og síðan myndu Sameinuðu þjóðirnar taka við. Ekki er enn búið að ákveða framkvæmdina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×