Erlent

Færri smitaðir af HIV en áður var talið

Sameinuðu þjóðirnar hafa endurskoðað tölur sínar um það hversu margir eru smitaðir af HIV-veirunni í heiminum. Samkvæmt hinum nýju tölum eru um 33 milljónir manna með sjúkdóminn en áður höfðu samtökin talið að um 40 milljónir manna væru smitaðar af HIV. Þessar breytingar má að mestu rekja til endurskoðunar á fjölda HIV-smitaðra í Indlandi.

Tölur Sameinuðu þjóðanna sýna nú að fjöldi þeirra sem smitast og deyr af völdum HIV hvert ár fer minnkandi en engu að síður greinast nærri sjö þúsund manns með sjúkdóminn og nærri sex þúsund deyja úr honum á degi hverjum. Langflestir hinna smituðu eru í Afríku en HIV-smituðum í Asíu hefur fjölgað allnokkuð á síðustu misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×