Erlent

Árangursrík barátta gegn eiturlyfjum

Baráttan gegn fíkniefnum skilar Bandaríkjamönnum árangri.
Baráttan gegn fíkniefnum skilar Bandaríkjamönnum árangri.

John Walters, yfirmaður Bandaríska lyfjaeftirlitsins, segir að barátta gegn fíkniefnainnflutningi í Bandaríkjunum skili nú meiri árangri en hún hefur gert undanfarin 20 ár.

Walters segir að tollaeftirlit sitthvoru megin við landamærin að Mexíkó hafi dregið úr innflutningi á öllum tegundum fíkniefna til Bandaríkjanna. Hann viðurkennir þó að ekki sé víst að allur þessi árangur haldist til lengri tíma. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að verja því sem nemur sextíu milljörðum íslenskra króna til að styðja Mexikó í baráttunni við eiturlyfjahringi. Um níutíu prósent af öllu kókani sem smyglað er til Bandaríkjanna fer í gegnum Mexikó.

Walters sagði einnig að færri Bandaríkjamenn mældust jákvæðir á lyfjaprófum nú en áður og að sjúkrahússinnlögnum sem mætti rekja til kókaínnotkunar hefði fækkað. Hann sagði að þessum árangri yrði að fylgja eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×