Nú er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Ekkert mark hefur verið skorað í leikjunum í E-riðli þar sem Eiður Smári Guðjohnsen var loksins í byrjunarliði Barcelona.
Í F-riðli hefur Manchester United yfirburði í Kænugarði þar sem liðið er að vinna 3-1 en forysta enska liðsins gæti vel verið stærri.
Varnarmaðurinn Rio Ferdinand kom United yfir og Wayne Rooney skoraði síðan sitt þriðja mark á fjórum dögum. Heimamenn minnkuðu muninn gegn gangi leiksins en Cristiano Ronaldo skoraði síðan glæsilegt skallamark.
Theo Walcott var í byrjunarliði Arsenal og þakkaði fyrir sig með því að skora en topplið ensku úrvalsdeildarinnar er 3-0 yfir í hálfleik.
Hálfleikstölur:
E-riðill
Rangers - Barcelona 0-0
Stuttgart - Lyon 0-0
F-riðill
Roma - Sporting Lissabon 1-1
1-0 Juan (15.)
1-1 Liedson (18.)
Dynamo Kiev - Manchester United 1-3
0-1 Rio Ferdinand (10.)
0-2 Wayne Rooney (18.)
1-2 Rincon (34.)
1-3 Cristiano Ronaldo (41.)
G-riðill
CSKA Moskva - Inter 1-2 (Leik lokið)
1-0 Jo (32.)
1-1 Crespo (52.)
1-2 Samuel (80.)
PSV Eindhoven - Fenerbache 0-0
H-riðill
Arsenal - Slavia Prag 3-0
1-0 Cesc Fabregas (5.)
2-0 Sjálfsmark (24.)
3-0 Theo Walcott (41.)
Sevilla - Steaua Búkarest 2-0
1-0 Kanoute (5.)
2-0 Fabiano (18.)