Rektor HR hafnar ásökunum um spillingu 28. mars 2007 18:30 Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við Nýsi sem Glitnir á þriðjungs hlut í. Forstjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, er jafnframt formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun. Viðskiptablaðið greinir frá gagnrýni Stefáns Þórarinssonar, stjórnarformanns Nýsis, í dag. Stefán er staddur í útlöndum en sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera bullandi reiður. Málið snýst um 20 hektara lóð sem Reykjavíkurborg afhenti Háskólanum í Reykjavík. Í kjölfarið samdi Háskólinn við eignarhaldsfélagið Nýsi um uppbygginguna á hluta af lóðinni, eða fjórum hekturum, sem fara undir sjálfa háskólabygginguna. Í ljósi þess að skólinn greiðir aðeins kostnað af lóðinni, þ.e. gatnagerðargjöld, og að meirihluti rekstrarfjár, eða 60%, koma frá ríkinu, segir Stefán að samningur án útboðs sé spilling. Hann sagði jafnframt í samtali við fréttastofu að hann hefði talið að kolkrabbinn og klíkubósar þessa lands væru dauðir eða komnir á elliheimili. Svo væri greinilega ekki, aðrir og helmingi verri væru komnir í þeirra stað. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, segir þetta hafa verið faglega ákvörðun. Fundað hafi verið með fjölmörgum aðilum áður en gengið var til samninga við Fasteign.Áður óbirtar myndir af væntanlegri háskólabyggingu sýna að húsnæðið verður fremur lágreist glerbygging, skammt frá hinu vinsæla útivistarsvæði við Ylströndina. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, segir að samningurinn við Fasteign sé verulega hagstæður af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi verði leigan hagstæð, í öðru lagi er kaupréttarákvæði í samningnum sem þýðir að á fimm ára fresti fær skólinn færi á að kaupa húsnæðið og í þriðja lagi eignast skólinn nærri þriðjungs hlut í eignarhaldsfélaginu Fasteign.Fréttastofa leitaði í dag eftir viðbrögðum frá borgarstjóra, menntamálaráðherra og forstjóra Glitnis. Þau voru öll erlendis. Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við Nýsi sem Glitnir á þriðjungs hlut í. Forstjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, er jafnframt formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun. Viðskiptablaðið greinir frá gagnrýni Stefáns Þórarinssonar, stjórnarformanns Nýsis, í dag. Stefán er staddur í útlöndum en sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera bullandi reiður. Málið snýst um 20 hektara lóð sem Reykjavíkurborg afhenti Háskólanum í Reykjavík. Í kjölfarið samdi Háskólinn við eignarhaldsfélagið Nýsi um uppbygginguna á hluta af lóðinni, eða fjórum hekturum, sem fara undir sjálfa háskólabygginguna. Í ljósi þess að skólinn greiðir aðeins kostnað af lóðinni, þ.e. gatnagerðargjöld, og að meirihluti rekstrarfjár, eða 60%, koma frá ríkinu, segir Stefán að samningur án útboðs sé spilling. Hann sagði jafnframt í samtali við fréttastofu að hann hefði talið að kolkrabbinn og klíkubósar þessa lands væru dauðir eða komnir á elliheimili. Svo væri greinilega ekki, aðrir og helmingi verri væru komnir í þeirra stað. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, segir þetta hafa verið faglega ákvörðun. Fundað hafi verið með fjölmörgum aðilum áður en gengið var til samninga við Fasteign.Áður óbirtar myndir af væntanlegri háskólabyggingu sýna að húsnæðið verður fremur lágreist glerbygging, skammt frá hinu vinsæla útivistarsvæði við Ylströndina. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, segir að samningurinn við Fasteign sé verulega hagstæður af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi verði leigan hagstæð, í öðru lagi er kaupréttarákvæði í samningnum sem þýðir að á fimm ára fresti fær skólinn færi á að kaupa húsnæðið og í þriðja lagi eignast skólinn nærri þriðjungs hlut í eignarhaldsfélaginu Fasteign.Fréttastofa leitaði í dag eftir viðbrögðum frá borgarstjóra, menntamálaráðherra og forstjóra Glitnis. Þau voru öll erlendis.
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira