Hafskipsmál sakleysislegt í samanburði 28. mars 2007 06:30 Gríðarlegt skipulag þarf til að fjalla markvisst um svo umfangsmikið mál fyrir dómi og hafa bæði Sigurður Tómas Magnússon og verjendur ákærðu dreift möppum með þeim gögnum sem þeir ætluðu að ræða hverju sinni að morgni dags. MYND/GVA Brot sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu líta óskaplega sakleysislega út samanborið við þau brot sem stjórnendum Baugs eru gefin að sök, sagði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, í gær á síðari degi málflutnings hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hafskipsmálið bar á góma þegar Sigurður Tómas hafnaði þeirri vörn sakborninga að heildarmat á stöðu Baugs hefði ekki farið fram heldur skoðuð einstök atvik úr samhengi. Hann vísaði í Hafskipsmálið og sagði að þar hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins borið því sama við, en verið sakfelldir. „Þetta eru mjög sakleysisleg atriði samanborið við ákæruefnin í þessu máli,“ sagði Sigurður Tómas um þau ákæruefni sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu. Sigurður Tómas sagði stjórnendur Baugs hafa brugðist þeim skyldum sem þeir höfðu sem stjórnendur fyrirtækis á markaði, bæði gagnvart hluthöfum og verðbréfamarkaðinum í heild. Brotin snúist um háar upphæðir og þeim hafi verið leynt með skipulegum hætti. Allt eigi þetta að leiða til refsihækkunar. Skýringar tveggja ákærðu í málinu, þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, hafa tekið margvíslegum breytingum á meðan á rekstri málsins hefur staðið, að mati Sigurðar Tómasar. Hann sagði hins vegar framburð Jóns Geralds Sullenbergers, sem ákærður er í einum ákærulið, hafa haldist óbreyttan frá því hann bar vitni fyrst hjá lögreglu þar til hann gaf skýrslu fyrir dómi. Jón Gerald hefur í raun játað á sig það brot sem hann er ákærður fyrir, sagði Sigurður Tómas. Jón Gerald er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning. Sigurður Tómas sagði það fullsannað að þótt Jón Gerald hefði einn verið skráður eigandi samtals þriggja skemmtibáta á Flórída hafi þeir Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson faðir hans átt hlut í bátunum í gegnum Fjárfestingafélagið Gaum, fjölskyldufyrirtæki þeirra. Mánaðarlegar greiðslur frá Baugi til Jóns Geralds, sem ákæruvaldið segir fjárdrátt til að fjármagna hlut Gaums í bátnum Thee Viking, hafi augljóslega verið vegna bátsins en ekki styrkur Baugs til Jóns Geralds eins og Jón Ásgeir og Tryggvi hafa haldið fram. Tengdar fréttir Baugsmálið í dag Verjendur fá nú orðið í réttarsalnum eftir tveggja daga ræðu sækjanda. Gestur Jónsson ríður á vaðið, en hann og Jakob R. Möller munu skipta deginum á milli sín, og tala á víxl um mismunandi ákæruliði. 28. mars 2007 06:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Brot sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu líta óskaplega sakleysislega út samanborið við þau brot sem stjórnendum Baugs eru gefin að sök, sagði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, í gær á síðari degi málflutnings hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hafskipsmálið bar á góma þegar Sigurður Tómas hafnaði þeirri vörn sakborninga að heildarmat á stöðu Baugs hefði ekki farið fram heldur skoðuð einstök atvik úr samhengi. Hann vísaði í Hafskipsmálið og sagði að þar hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins borið því sama við, en verið sakfelldir. „Þetta eru mjög sakleysisleg atriði samanborið við ákæruefnin í þessu máli,“ sagði Sigurður Tómas um þau ákæruefni sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu. Sigurður Tómas sagði stjórnendur Baugs hafa brugðist þeim skyldum sem þeir höfðu sem stjórnendur fyrirtækis á markaði, bæði gagnvart hluthöfum og verðbréfamarkaðinum í heild. Brotin snúist um háar upphæðir og þeim hafi verið leynt með skipulegum hætti. Allt eigi þetta að leiða til refsihækkunar. Skýringar tveggja ákærðu í málinu, þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, hafa tekið margvíslegum breytingum á meðan á rekstri málsins hefur staðið, að mati Sigurðar Tómasar. Hann sagði hins vegar framburð Jóns Geralds Sullenbergers, sem ákærður er í einum ákærulið, hafa haldist óbreyttan frá því hann bar vitni fyrst hjá lögreglu þar til hann gaf skýrslu fyrir dómi. Jón Gerald hefur í raun játað á sig það brot sem hann er ákærður fyrir, sagði Sigurður Tómas. Jón Gerald er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning. Sigurður Tómas sagði það fullsannað að þótt Jón Gerald hefði einn verið skráður eigandi samtals þriggja skemmtibáta á Flórída hafi þeir Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson faðir hans átt hlut í bátunum í gegnum Fjárfestingafélagið Gaum, fjölskyldufyrirtæki þeirra. Mánaðarlegar greiðslur frá Baugi til Jóns Geralds, sem ákæruvaldið segir fjárdrátt til að fjármagna hlut Gaums í bátnum Thee Viking, hafi augljóslega verið vegna bátsins en ekki styrkur Baugs til Jóns Geralds eins og Jón Ásgeir og Tryggvi hafa haldið fram.
Tengdar fréttir Baugsmálið í dag Verjendur fá nú orðið í réttarsalnum eftir tveggja daga ræðu sækjanda. Gestur Jónsson ríður á vaðið, en hann og Jakob R. Möller munu skipta deginum á milli sín, og tala á víxl um mismunandi ákæruliði. 28. mars 2007 06:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Baugsmálið í dag Verjendur fá nú orðið í réttarsalnum eftir tveggja daga ræðu sækjanda. Gestur Jónsson ríður á vaðið, en hann og Jakob R. Möller munu skipta deginum á milli sín, og tala á víxl um mismunandi ákæruliði. 28. mars 2007 06:30