Erlent

Prófraun fyrir stefnu forsetans

Örtröð á lestarpalli í París í gær. Sumar lestir gengu, aðrar ekki.
Örtröð á lestarpalli í París í gær. Sumar lestir gengu, aðrar ekki.
Parísarbúar og nærsveitamenn, sem sækja vinnu í frönsku höfuðborginni, máttu í gær þola annan daginn í röð fastir í umferðarteppum í bílum sínum þar sem víðtækasta verkfall starfsmanna í almenningssamgöngum í tólf ár hélt áfram.

Verkfallið var að vísu ekki alveg eins víðtækt í gær og í fyrradag - einstaka strætó, jarðlest og grenndarlest gekk, en það voru líka fleiri á ferli þar sem margir völdu að taka sér frí úr vinnu á fyrsta degi verkfallsins til að forðast öngþveitið.

Með verkfallinu eru verkalýðsfélög opinberra starfsmanna að senda Nicolas Sarkozy og ríkisstjórn hans ótvíræð skilaboð um að þau hyggist ekki gefa baráttulaust eftir réttindi sem stjórnin hyggst svipta vissa starfsmenn í nafni vinnumarkaðsumbóta- og samræmingaráætlunar sinnar.

Talsmenn stjórnarinnar segja hana hvergi munu hvika frá umbótaáformunum, sem meðal annars fela í sér að opinberir starfsmenn geti ekki farið á eftirlaun svo snemma sem um fimmtugt. Talsmenn verkalýðsfélaganna segjast jafn staðráðnir í að verja þessi réttindi. - aa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×